Grínistinn Adam Carolla segir starfsfólk spjallþáttar Ellen DeGeneres hafa verið dauðhrædd við hana. Carolla, sem var gestur í spjallþætti DeGeneres fyrir 13 árum, minntist upplifunar sinnar í þáttunum After Party with Emily Dashinsky í vikunni.
Hann sagði að framleiðandi þáttarins hefði haft samband við hann áður en hann spjallaði við DeGeneres í beinni útsendingu til að ganga úr skugga um að Carolla ætlaði ekki að tala um neitt annað en það sem var ákveðið fyrirfram, Carolla mátti sérstaklega ekki ræða kjötát þar sem DeGeneres var vegan á þessum tíma.
Carolla sagði að framleiðandi þáttarins hefði taugaóstyrkur ítrekað að hann ætlaði ekki að minnast á kjötát í samtali þeirra. „Ég hugsaði með mér: „Ó, þessi gaur er dauðhræddur. Þessi gaur er hræddur,“ sagði hann. „Og hann kom til baka 20 mínútum síðar, rétt áður en ég fór í viðtalið, og sagði: „Allt í lagi, en ekki tala um nautakjöt eða kjöt eða neitt,“ sagði Carolla.
Carolla bar saman reynslu sína í The Ellen DeGeneres Show við aðra spjallþætti sem hann hafði verið í og segist hann hafa tekið eftir að andrúmsloftið í kvöldþáttum Jimmy Kimmel og Jay Leno væri afslappaðra vegna þess að kynnarnir voru indælir.
Hann sagði hins vegar að starfsfólk hjá David Letterman og hjá DeGeneres væru hrædd.
„Í þætti Ellen var fólk hrætt, mjög hrætt,“ hélt hann fram.
Carolla sagði að hann hefði síðar talað við rithöfund sem vann bæði fyrir DeGeneres og Rosie O’Donnell. Samkvæmt Carolla sagði rithöfundurinn að DeGeneres væri verri en O’Donnell, sem Carolla hélt einnig fram að hefði verið afar óþægilegt að vinna með.
„Ég talaði við einstakling sem skrifaði undir trúnaðarsamning, svo ég mun ekki segja nafnið hans, en hann skrifaði fyrir Ellen,“ sagði hann. „Ég spurði bara: „Hvernig hefur Ellen það?“ Og hann sagði: „Versta manneskjan, ekki versta manneskjan sem ég hef unnið fyrir, heldur versta manneskjan sem ég hef nokkurn tímann hitt.““
„Hún er alls ekki góð manneskja,“ hélt hann áfram um DeGeneres. „Allir voru hræddir við hana, sem þýðir að hún er vond. Hún ætlar ekki að vera vond við mig, ég er gestur í þættinum, ekki satt? Ég myndi ekki vita það af mínum samskiptum, ég myndi vita það af því hvernig starfsfólk hennar var hrætt.“