Breski sjónvarpskokkurinn Gordon Ramsay er staddur á Þrastalundi. Þetta er fjórða árið í röð sem hann heimsækir staðinn.
„Mögnuð þriggja daga heimsókn. Erum svo yfir okkur þakklát fyrir allt saman. Að fá ár eftir ár heimsókn frá Gordon Ramsay og hans teymi,“ segir í færslu frá Þrastalundi á samfélagsmiðlum.
„Hann er svo mikil fyrirmynd og mikill innblástur. Að fá að taka þátt í þessu og að fá að vera í kringum þá er ómetanlegt og verð ég því ævinlega þakklát og þeim sem sjá um þetta. Takk enn og aftur fyrir okkur, takk fyrir traustið og takk fyrir komuna. Þangað til næst vinir mínir,“ segir enn fremur.