fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
Fókus

Stórstjarnan segist vilja hörku í kynlífinu – Heldur áfram að hrauna yfir fyrrverandi

Fókus
Miðvikudaginn 23. júlí 2025 09:36

Jennifer Lopez

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan og leikkonan Jennifer Lopez segist vilja hörku í kynlífinu á meðan hún heldur áfram að skjóta föstum skotum á fyrrverandi eiginmann sinn Ben Affleck.

Lopez kom fram á sumarhátíðinni í Lucca á Ítalíu á mánudag. Á milli laga opnaði hún sig um hvaða langanir hún væri með í kynlífinu.

„Ég verð að vera heiðarleg við ykkur, stundum er ég í mismunandi skapi á kvöldin. Ég veit ekki með ykkur, en ég geri það og stundum líkar mér af hörku,“ sagði hún samkvæmt US Sun. „Aðra daga vil ég rómantík. Þú kveikir á kerti og setur rólega tónlist á. Á þeim dögum líkar mér það mjög rólega.“

Lopez hló þegar áhorfendur öskruðu.

„En það eru aðrir dagar … kannski vegna þess að þetta er nýr tími fyrir mig, kannski vegna þess að það er sumar og heitt úti, þá finnst mér ég vera aðeins óþekkari. Færðu einhvern tímann þá tilfinningu? Þar sem þig langar að vera óþekkur? Á þeim dögum líkar mér hratt.“

Affleck og Lopez

Lopez flutti einnig nýja lagið sitt Up All Night sem mun beint til Affleck.

„I’m up all night, dancing on somebody, living my best life / I bet you wish that you were by my side / I got tired of you breaking me down / Look at me now.“

(„Ég er vakandi alla nóttina, dansandi við einhvern, lifi mínu besta lífi / Ég veðja að þú vildir að þú værir við hlið mér / Ég varð þreytt á því að þú brjótir mig niður / Horfðu á mig núna.“)

Heimildir herma að Lopez sé búin að semja og taka upp nægilega mörg lög til að gefa út nýja plötu. „Efnið er innblásið af því sem hún gekk í gegnum í sambandi með Ben.“ „Wreckage Of You fjallar sérstaklega um Ben og Up All Night bendir á hvar Jennifer er stödd í lífi sínu núna. Þetta er alveg nýr tími fyrir Jennifer og hún ætlar ekki að halda aftur af sér.“

Lopez grínaðist með hjónabönd sín á tónleikum í Evrópu fyrr í þessum mánuði. Lopez svaraði skilti tónleikagests sem á stóð: „J.Lo, giftast mér?“

„Ég held að ég sé búin með þetta. Ég hef reynt þetta nokkrum sinnum,“ sagði Lopez sem er fjórgift og jafnoft skilin.

Lopez á Lucca hátíðinni.

Núverandi tónleikaferðalag Lopez hefur vakið mikla athygli á netinu. Stjórnmálaskýrandinn Megyn Kelly birti myndband á X af flutningi Lopez á Cook tónlistarhátíðinni á Spáni 18. júlí og kallaði hana „mjúka klámstjörnu“ (e. Soft porn star). „Frábærar ákvarðanir!“ bætti Kelly kaldhæðnislega við.

Megyn Kelly
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Smyglaði myndavél inn á stærsta tónleikaviðburð sögunnar – Live Aid í 35 kornóttum myndum frá fremstu röð

Smyglaði myndavél inn á stærsta tónleikaviðburð sögunnar – Live Aid í 35 kornóttum myndum frá fremstu röð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harkan eykst í skilnaðinum – Sakar Richards um framhjáhald

Harkan eykst í skilnaðinum – Sakar Richards um framhjáhald