Áhrifavaldurinn Bergsveinn Ólafsson, kallaður Beggi Ólafs, hefur mikinn áhuga á heilsu, bæði andlegri og líkamlegri. Hann birtir reglulega færslur á Instagram um hvernig hann hámarkar hamingju sína og vellíðan, hvernig hann eykur afköst og nær árangri og hvernig hann hefur samskipti við annað fólk.
Beggi er búsettur í Kaliforníu þar sem hann var að ljúka við doktorsnám í sálfræði.
Í gær birti Beggi tillögur að 20 setningum/spurningum sem nota má til að brjóta ísinn þegar rætt er við ókunnuga.
Setningar með samhengi:
1. Hæ, situr einhver hér?
2. Hvað fékk þig til að mæta hingað í dag?
3. Mér finnst stemningin hérna frábær, kemur þú oft hingað eða er þetta í fyrsta skipti?
4. Hvað finnst þér skemmtilegast við þennan stað?
5. Þessi röð reynir á þolinmæði mína til hins ýtrasta.
6. Ég er að reyna að ákveða hvað ég á að panta, hver er uppáhaldsrétturinn þinn?
7. Ég er nýr hér , einhverjar tillögur um hluti til að skoða eða fólk til að hitta?
Athugasemdir + hrós upphafssetningar:
8. Ég gat ekki annað en tekið eftir [bók/skó/bakpoka/og svo framvegis] þínum, hvar fékkstu hann?
9. Mér líkar liturinn á skyrtunni þinni , hver er uppáhaldsliturinn þinn?
10. Augun þín eru ótrúleg, fékkstu þau frá mömmu þinni eða pabba?
11. Þú lyktar mjög vel, hvaða ilmvatn eða rakspíra ertu með?
12. Mér líkar vel við húðflúrin/skartgripina þína, er einhver saga á bak við þau?
Beinar, persónulegar eða djarfar upphafssetningar:
13. Þú virðist aðgengilegur, hvað heitir þú?
14. Þú lítur út fyrir að vera mjög sjálfsörugg manneskja, hvert er leyndarmál þitt?
15. Þetta er flottur hreimur, hvaðan ertu upphaflega?
16. Ég vildi bara segja að þú ert mjög sæt/ur og ég hefði séð eftir því að hafa ekki talað við þig.
17. Hvað ertu að vinna við?
18. Þetta lítur út fyrir að vera áhugavert út, hvað ertu að lesa / horfa á?
19. Þú lítur út fyrir að vera áhugaverð manneskja, hvað finnst þér skemmtilegast að gera?
20. Mér finnst eins og þú eigir frábæra lífssögu, hver væri fyrirsögnin?
Til að halda samtalinu áfram, mundu að hlusta til að skilja og notaðu forvitnina til að spyrja fleiri spurninga!
View this post on Instagram