Það var fyrst árið 2020 sem Brynjar rataði í fréttirnar fyrir rasisma á samfélagsmiðlum.
Sjá einnig: Brynjar gagnrýndur fyrir rasisma – „Ógeðslegt að fólk skuli láta svona“
Brynjar, sem nýtur einnig vinsælda á samfélagsmiðlum og streymir í beinni á YouTube og Twitch, birti nýja færslu á dögunum þar sem hann sagði innflytjendur á Íslandi, sem aðhyllast íslam, vera vandamál. Hann sagði að hann viti að „allir með eitthvað vit og hugrekki“ muni finnast orð hans „refreshing“.
„Hér og alls staðar í Evrópu er innflytjendavandamál. Vandamálið er fólk úr þriðja heiminum og það aðhyllist íslam. Þetta eru bloðsögur [sic] sem bera enga virðingu fyrir okkur, okkar siðum og menningu. Komin til að sjúga kerfið þurrt, nauðga og rífa kjaft.“
Hann sagði einnig að hann vildi sjá þetta fólk í „fyrstu vél heim.“
Færsluna í heild sinni má sjá hér að neðan.
RÚV fjallar um málið og greinir frá því að í kjölfar þess að Brynjar birti færsluna hafi Hlíðaskóli og Norðingaskóli afbókað Club Dub af viðburðum.
Í samtali við Þetta helst sagði starfsfólk skólanna að það væri ekki forsvaranlegt að standa fyrir því að bandið spilaði fyrir fjölbreyttan hóp unglinga, meðal annars krakka sem aðhyllast íslamska trú og sagði jafnframt að skoðanir Brynjars samræmdust ekki því sem skólastarf eigi að snúast um.
Svana Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Samfés, stendur með ákvörðun skólanna og hefur fólk úr tónlistarbransanum opinberlega gagnrýnt orðræðu Brynjars.