fbpx
Laugardagur 03.janúar 2026
Fókus

Óhugnanlegar nýjar upplýsingar um „freak-off“ kynlífspartýin hans Diddy – „Ég var niðurlægð, þetta var ógeðslegt“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 15. maí 2025 09:28

Myndir/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan og dansarinn Cassandra Ventura, kölluð Cassie, bar vitni gegn tónlistarmanninum Sean „Diddy“ Combs fyrr í vikunni. Réttarhöld yfir honum hófust á mánudaginn. Hann var handtekinn og ákærður fyrir skipulagða glæpastarfsemi og kynferðislegt mansal.

Cassie og Diddy voru saman í áratug, þar til þau hættu saman árið 2018, og hefur hún sakað hann um margvíslegt og hrottalegt ofbeldi.

Sjá einnig: Tárvot Cassie Ventura lýsti því fyrir dómi hvernig Sean „Diddy“ Combs barði hana og niðurlægði

Hún er stjörnuvitnið í réttarhöldunum og er óhætt að segja að margir séu slegnir eftir vitnisburð hennar og lýsingar hennar.

Hún var beðin um að lýsa alræmdum kynlífspartýjum Diddy, sem voru kölluð „freak-offs“. Hún sagði að hún hafi ekki fengið neitt val um hvort hún myndi taka þátt og að Diddy hefði stjórnað öllu sem færi fram, eins og hjá hvaða vændiskarli hún ætti að stunda kynlíf með og svo tók hann allt upp á myndband og notaði það gegn henni.

„Ég átti að taka þátt í freak-offs þegar ég var á túr. Hann vildi það, en ég vildi það ekki,“ sagði hún í vitnastúkunni. NBC News greinir frá. „Það fór blóð í rúmfötin.“

Cassie lýsti einnig niðurlægjandi atviki. Hún sagði að Diddy hafi skipað vændiskarli til að hafa þvaglát upp í munn hennar.

„Þetta kveikti í honum, þannig þetta gerðist. Ég var niðurlægð, þetta var ógeðslegt. Þetta var of mikið, ég kafnaði. Ég vildi ekki gera þetta. Ég var í aðstæðum sem ég gat ekki komið mér auðveldlega út úr. Ég endaði með að setja hendurnar mínar upp og Sean sá það og sagði honum að stoppa. Ég var að kafna, of mikið þvag upp í mér. Sean hafði þvaglát á mig á sama tíma.“

Hún útskýrði af hverju hún sagði ekki nei. „Mér fannst þetta strax ógeðslegt en ég var undir áhrifum, þá ertu ekki við stjórnvöllinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Stigavélaæfingin sem stelpurnar elska – Hafa séð ótrúlegan árangur

Stigavélaæfingin sem stelpurnar elska – Hafa séð ótrúlegan árangur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Draumur Siggu Ózk rættist – „Ég hafði bara tvær vikur til að gera allt“

Draumur Siggu Ózk rættist – „Ég hafði bara tvær vikur til að gera allt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Er þetta besta Áramótaskaupið frá upphafi?

Er þetta besta Áramótaskaupið frá upphafi?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Málin sem vöktu mesta athygli á Fókus árið 2025 – Viðtöl, úlfúð, Íslandsvinir, kynlíf, þyngdarstjórnun og Söngvakeppnin

Málin sem vöktu mesta athygli á Fókus árið 2025 – Viðtöl, úlfúð, Íslandsvinir, kynlíf, þyngdarstjórnun og Söngvakeppnin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ritari Sjálfstæðisflokksins flytur sig um set

Ritari Sjálfstæðisflokksins flytur sig um set
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta eru sérfræðingarnir sammála um þegar kemur að mataræðinu

Þetta eru sérfræðingarnir sammála um þegar kemur að mataræðinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gwyneth Paltrow vildi ekki leika í kynlífsatriði með Ethan Hawke – Þetta er ástæðan

Gwyneth Paltrow vildi ekki leika í kynlífsatriði með Ethan Hawke – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vaknaði grautþunnur og dagurinn var næstum því ónýtur – Gerði þetta í staðinn

Vaknaði grautþunnur og dagurinn var næstum því ónýtur – Gerði þetta í staðinn