fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Fókus

Magnús Carlsen á von á litlu peði með drottningu sinni

Fókus
Þriðjudaginn 13. maí 2025 11:00

Magnus Carlsen Mynd/FIDE

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Carlsen, sterkasti skákmaður heims um árabil, á von á barni með eiginkonu sinni Ellu Victoriu Malone. Parið gekk í það heilaga við hátíðlega athöfn í Osló í byrjun janúar á þessu ári og beið ekki boðana með að fjölga mannkyninu.

Ella, sem er 26 ára gömul, hefur undanfarna mánuði verið áberandi gestur á skákmótum sem Magnus tekur þátt í og stutt hann með ráðum og dáð. Þá er hún farin að leika stórt hlutverk varðandi ýmis markaðsmál og auglýsingasamninga tengdum Carlsen. Parið fór fyrst að sjást opinberlega í febrúar árið 2024 en Ella er sannkallaður heimsborgari, móðir hennar er norsk en faðir hennar bandarískur og hún hefur búið víða um heim. Til að mynda var hún með lögheimili í Singapore þegar hún og skákmeistarinn fóru að stinga saman nefjum.

Magnus, sem er 34 ára gamall, hefur verið sterkasti skákmaður heims í rúm 15 ár og unnið allt sem hægt er að vinna í íþróttinni. Hann varð heimsmeistari í skák árið 2013 og hélt titlinum í áratug þar til að hann lýsti því yfir að hann hefði ekki lengur áhuga á hinum löngu einvígjum sem einkenna baráttuna um heimsmeistaratignina og ætlaði að einbeita sér að skákmótum með styttri tímamörkum. Þar hefur hann haft ótrúlega yfirburði síðan og það sama gildir þegar hann teflir í hefðbundnum kappskáksmótum.

Magnus greindi sjálfur frá tíðindunum um erfingjann á Facebook-síðu sinni og var og greinilega að rifna úr stolti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Heimsins besti dagur í helvíti – Hvað gerir ofurkona þegar lífið breytist með kómísku slysi?

Heimsins besti dagur í helvíti – Hvað gerir ofurkona þegar lífið breytist með kómísku slysi?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lítt þekkt ættartengsl: Gugga í gúmmíbát náskyld Þorsteini frá Hamri og Matta Matt

Lítt þekkt ættartengsl: Gugga í gúmmíbát náskyld Þorsteini frá Hamri og Matta Matt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Elli Egils opnar sig um fjölskyldulífið: „Við höfum svo ættleitt tvær stelpur af þessum átta börnum“

Elli Egils opnar sig um fjölskyldulífið: „Við höfum svo ættleitt tvær stelpur af þessum átta börnum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Glæsilegar gellur á Bridgerton-viðburði og hitað upp fyrir hrekkjavöku

Vikan á Instagram – Glæsilegar gellur á Bridgerton-viðburði og hitað upp fyrir hrekkjavöku
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona eiga nýbökuðu hjónin saman: Gefa hvort öðru það sem þau þurfa mest

Svona eiga nýbökuðu hjónin saman: Gefa hvort öðru það sem þau þurfa mest
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það hlýtur að vera ódýrara að borga vökvagjöf en að hafa okkur á örorku“

„Það hlýtur að vera ódýrara að borga vökvagjöf en að hafa okkur á örorku“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Krefst 30 milljóna á mánuði eftir skilnaðinn til að viðhalda „lúxuslífstílnum“

Krefst 30 milljóna á mánuði eftir skilnaðinn til að viðhalda „lúxuslífstílnum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Arnar rekur 70 ára sögu íslenskrar dægurtónlistar

Arnar rekur 70 ára sögu íslenskrar dægurtónlistar