fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Fókus

Leikstjórinn dæmdur til að greiða fórnarlömbum sínum yfir 200 milljarða í bætur

Fókus
Fimmtudaginn 10. apríl 2025 14:35

James Toback árið 2017. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikstjórinn James Toback hefur verið dæmdur til að greiða konum sem hann braut kynferðislega gegn samtals 1,68 milljarða Bandaríkjadala, eða 219 milljarða króna, í bætur.

Toback, sem varð áttræður í nóvember síðastliðnum, var einn sá fyrsti sem spjótin beindust að í MeToo-byltingunni svokölluðu sem hófst árið 2017. Tuttugu konur báru vitni gegn honum í eigin persónu og tuttugu aðrar með myndbandsupptökum í réttarhöldunum sem stóðu yfir í sjö daga í New York.

Þar sem um borgaralegt mál var að ræða, en ekki sakamál, leiða brot hans ekki til fangelsisvistar.

Talið er að þetta séu hæstu bætur sem dæmdar hafa verið í kynferðisbrotamáli í sögu New York. Í umfjöllun Los Angeles Times árið 2018 kom fram að 395 konur hefðu sakað hann um ofbeldi á um 40 ára tímabili. 40 þeirra höfðuðu mál sem fyrr segir.

Toback er þekktur leikstjóri og var hann til dæmis tilnefndur til Óskarsverðlauna árið 1992 fyrir handritið að myndinni Bugsy. Þá leikstýrði hann myndinni Two Girls and a Guy árið 1997 sem skartaði þeim Heather Graham og Robert Downey Jr. í helstu hlutverkum.

Toback – sem sakaður var um ofbeldi af þekktum konum, þar á meðal Selmu Blair og Rachel McAdams – neitaði öllum ásökunum og hélt því fram að allt kynferðislegt samband hafi verið með samþykki beggja aðila.

Konurnar sem stefndu Toback lýstu því meðal annars að hann hefði þvingað þær í viðtöl eða áheyrnarprufur. Í þessum viðtölum eða prufum hafi hann beitt þær kynferðisofbeldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Heimsins besti dagur í helvíti – Hvað gerir ofurkona þegar lífið breytist með kómísku slysi?

Heimsins besti dagur í helvíti – Hvað gerir ofurkona þegar lífið breytist með kómísku slysi?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lítt þekkt ættartengsl: Gugga í gúmmíbát náskyld Þorsteini frá Hamri og Matta Matt

Lítt þekkt ættartengsl: Gugga í gúmmíbát náskyld Þorsteini frá Hamri og Matta Matt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Elli Egils opnar sig um fjölskyldulífið: „Við höfum svo ættleitt tvær stelpur af þessum átta börnum“

Elli Egils opnar sig um fjölskyldulífið: „Við höfum svo ættleitt tvær stelpur af þessum átta börnum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Glæsilegar gellur á Bridgerton-viðburði og hitað upp fyrir hrekkjavöku

Vikan á Instagram – Glæsilegar gellur á Bridgerton-viðburði og hitað upp fyrir hrekkjavöku
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona eiga nýbökuðu hjónin saman: Gefa hvort öðru það sem þau þurfa mest

Svona eiga nýbökuðu hjónin saman: Gefa hvort öðru það sem þau þurfa mest
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það hlýtur að vera ódýrara að borga vökvagjöf en að hafa okkur á örorku“

„Það hlýtur að vera ódýrara að borga vökvagjöf en að hafa okkur á örorku“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Krefst 30 milljóna á mánuði eftir skilnaðinn til að viðhalda „lúxuslífstílnum“

Krefst 30 milljóna á mánuði eftir skilnaðinn til að viðhalda „lúxuslífstílnum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Arnar rekur 70 ára sögu íslenskrar dægurtónlistar

Arnar rekur 70 ára sögu íslenskrar dægurtónlistar