fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fókus

Nýir veiðiþættir hefja göngu sína á DV í samstarfi við Veiðar.is

Fókus
Þriðjudaginn 25. mars 2025 10:24

Þættirnir „Veiðin með Gunnari Bender“ verðir sýndir á DV næstu helgar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV mun í samstarfi við Veiðar.is birta glænýja veiðiþætti næstu vikurnar – „Veiðin með Gunnari Bender“. Fyrsti þáttur fer í loftið á laugardaginn og er hægt að fullyrða að þar muni allir áhugamenn um veiði fá eitthvað fyrir sinn snúð. Þar heilsar Gunnar meðal annars upp á Jógvan Hansen, söngvara með meiru, sem kann hvergi betur við sig en úti í náttúrunni með stöng í hönd.

Hér má sjá kitlu úr þættinum:

Veiðin trailer-720p (1).mov
play-sharp-fill

Veiðin trailer-720p (1).mov

 

Veiðar.is er nýr frétta- og upplýsingavefur um sport- og laxveiðar í íslenskri náttúru. Á vefnum eru nýjustu fréttir úr veiðinni og því sem þar gerist á hverjum tíma, auk viðtala og frásagna af veiðiferðum, reynslu og upplifun einstaklinga og hópa í veiðimennsku.

Gunnar Bender ritstjóri er annálaður áhugamaður um stangveiðar í ám og vötnum, með áratuga reynslu af sportveiði og veiðimennsku. Gunnar hefur ferðast um landið árið um kring og hitt sportveiðifólk og aðra áhugasama um veiðar og útivist.

Í þessum ferðum sínum dreifir Gunnar m.a. Sportveiðiblaðinu, einu mest lesna og virtasta tímariti um laxveiðar á Íslandi en Gunnar stofnaði til útgáfunnar fyrir 40 árum og hefur verið þar ritstjóri og útgefandi síðan.

Veiðiþætti Gunnars þekkja margir en hann hefur framleitt slíka þætti um veiðar í villtri náttúru Íslands og frá helstu laxveiðiám landsins. Nokkrir af veiðiþáttum Gunnars eru aðgengilegir á veidar.is og á YouTube rásinni Veiðar.

Myndefni frá sportveiðinni skipar eðlilega háan sess í uppsetningu á vefsvæði veidar.is og er nú þegar komið talsvert mikið safn mynda af veiðimönnum og aflabrögðum þeirra við fjölbreyttar aðstæður.

Á veidar.is er auk þess vísir af myndasafni þar sem eru myndir af helstu fuglum úr íslenskri náttúru og sem hafa orðið á vegi ljósmyndarans Maríu Bjargar Gunnarsdóttur.

Frá opnun vefsvæðis Veiða, þann 1. apríl 2022, hafa yfir 170 þúsund lesendur heimsótt vefinn. Vinsældirnar eru framar björtustu vonum, lesendahópurinn fjölbreyttur og af öllum aldri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Neitaði fyrst að klæðast nammi G-strengnum en samþykkti það fyrir þessa upphæð

Neitaði fyrst að klæðast nammi G-strengnum en samþykkti það fyrir þessa upphæð
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Heilbrigður“ 29 ára faðir vaknaði með kviðverk – Nokkrum vikum síðar var hann látinn og fjölskylda hans varar aðra við

„Heilbrigður“ 29 ára faðir vaknaði með kviðverk – Nokkrum vikum síðar var hann látinn og fjölskylda hans varar aðra við
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikari úr vinsælum þáttum rekinn í burtu eftir furðulega uppákomu

Leikari úr vinsælum þáttum rekinn í burtu eftir furðulega uppákomu
Hide picture