fbpx
Mánudagur 24.mars 2025
Fókus

Fólk aftur hneykslað yfir úrslitum Söngvakeppninnar – „Hvað er að ykkur?“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 17. febrúar 2025 10:05

Dagur Sigurðsson á laugardaginn. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Seinna undanúrslitakvöld Söngvakeppni sjónvarpsins var á laugardaginn. Fimm atriði stigu á svið og þrjú komust áfram en Eurovision-aðdáendur eru enn og aftur hneykslaðir á úrslitunum og hefðu viljað sjá annað lag komast áfram.

Fyrra undanúrslitakvöldið var fyrir rúmlega viku síðan og komust þá Stebbi JAK, Væb og Ágúst áfram, en það er óhætt að segja að það hafi komið mörgum á óvart að BIRGO hafi ekki verið í þeim hópi.

Sjá einnig: Eurovision-samfélagið á Íslandi og erlendis nötrar eftir Söngvakeppnina – „Ég mun hunsa Ísland í ár. Núll stig!“

Sagan hefur nú endurtekið sig, þó ekki alveg í sama mæli og með BIRGO, en meðlimir Facebook-hópsins Júróvisjón 2025 ræddu um úrslitin og sögðu margir að Dagur Sigurðsson hefði átt að komast áfram með lagið Flugdrekar.

Dagur keppti síðastliðið laugardagskvöld ásamt Báru Katrínu með lagið Rísum upp, Júlí og Dísu með lagið Eldur, Bjarna Ara með lagið Aðeins lengur og Tinnu með lagið Þrá. Júlí og Dísa, Bjarni Ara og Tinna komust áfram.

„Hvað er að ykkur“

„Oft verið hissa en nú steinhissa. Dagur með LANG besta framlagið og situr eftir. Hvað er að ykkur?“ spurði einn meðlimur.

Svörin létu ekki á sér standa. „Birgo og Dagur….yfirburða söngvarar þessarar keppni….rugl,“ sagði einn.

„Hvernig fór Dagur ekki áfram,“ sagði annar.

Sumir sögðu Dag hafa verið með bestu röddina en að lagið hafi því miður ekki verið nógu gott.

„Skandall“

Fjöldi manns tjáðu einnig skoðun sína við Facebook-færslu DV um úrslitin.

„Dagur Sigurðsson var með langflottasta lagið og flutningin í kvöld. Ótrúlegt,“ sagði einn.

Hér að neðan má sjá nokkrar athugasemdir í viðbót, en þetta er aðeins brot af heildarfjöldanum:

„Bjarni er alltaf flottur en Dagur var lang bestur í kvöld.“

„Dagur átti að fara áfram frábær söngvari og lagið gott.“

„Skandall að Dagur komst ekki áfram……“

„Bestu flytjendurnir í kvöld komust ekki áfram, ég held bara satt að segja að við ættum að sleppa þessu“

„Ég er sammála öllum hér, Dagur átti að komast áfram…“

Engin dómnefnd

Nokkrir meðlimir gagnrýndu kosningafyrirkomulagið. Það var aðeins símakosning á undanúrslitakvöldunum en það verður bæði símakosning og alþjóðleg dómnefnd á úrslitakvöldinu, rétt eins og það er í Eurovision keppninni sjálfri.

„Mér finnst kosningin mjög oft snúast um baklandið sem hver flytjandi/lagahöfundur hefur! Og oft hvort þekktir/vinsælir einstaklingar syngja,“ segir einn netverji og bætir við að það sé glatað að það hafi ekki verið „wildcard“ núna.

„Því BIRGO hefði átt að komast áfram og vinna svo þessa keppni! Það er alveg með því allra besta lagi, texta og flutningi sem við höfum séð lengi. Rúv er ekki í uppáhaldi með þetta kosningafyrirkomulag, ekkert wildcard, en ulluðust samt loksins til þess að taka út einvígið.“

Þó að fólk hérlendis sé hissa yfir niðurstöðum símakosningarinnar þá er málið ekki að vekja sömu athygli utan landsteina eins og þegar BIRGO komst ekki áfram. En myndband af flutningi hennar á YouTube hefur fengið 39 þúsundir áhorfa og hafa tæplega 500 athugasemdir verið ritaðar við það, flestir að hneykslast á því að Íslendingar hafi látið þetta atriði fram hjá sér fara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Árni Björn segir viðbrögðin við viðtalinu sýna hvað karlmenn svífast einskis – „Plís, hafðu eitthvað smá fram að færa ef þú ætlar að reyna við konuna mína“

Árni Björn segir viðbrögðin við viðtalinu sýna hvað karlmenn svífast einskis – „Plís, hafðu eitthvað smá fram að færa ef þú ætlar að reyna við konuna mína“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bútar úr goðsagnakenndri íslenskri flugvél til sölu

Bútar úr goðsagnakenndri íslenskri flugvél til sölu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Bryndís sá ógleymanlega sýningu í Borgarleikhúsinu – „Gekk út með tárin í augunum“

Bryndís sá ógleymanlega sýningu í Borgarleikhúsinu – „Gekk út með tárin í augunum“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Gerir þú þetta í samböndum? – Ragnhildur segir það geta leitt til kulnunar og svefnleysis

Gerir þú þetta í samböndum? – Ragnhildur segir það geta leitt til kulnunar og svefnleysis