fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Fókus

Sunneva gáttuð að ungir krakkar séu farnir að sækjast aftur í þetta – „Náttúrulega alveg galið“

Fókus
Þriðjudaginn 9. desember 2025 09:40

Sunneva Einarsdóttir tanar án þess að skaða húðina. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn og hlaðvarpsdrottningin Sunneva Einarsdóttir segist ekkert skilja í því að ungir krakkar séu farnir að sækjast í ljósabekki á ný.

Skaðsemi ljósabekkja er á almannavitorði í dag og sagði María Heimisdóttir landlæknir í sumar að það kæmi vel til greina að banna ljósabekki.

Sjá einnig: Í ljós þrisvar í viku – Brenndi á sér augnhimnuna

„Getum við plís hætt að normalísera tan sem skaðar húðina,“ segir hún í myndbandi á TikTok.

„Ég mun aldrei skilja hvernig við erum komin aftur þangað að ungir krakkar séu að fara í ljós. Og sumt fólk í dag er hræddara við brúnkukrem en ljós, sem er náttúrulega alveg galið. Þetta er merki fyrir þig um að hætta að fara í ljós og prófa brúnkukrem. Ég meina sjáið hvað ég er tönuð á nokkrum mínútum, án þess að skaða húðina.“

Í myndbandinu er hún að bera á sig brúnkukrem frá Marc Inbane og mælir með því, en áhrifavaldurinn hefur verið í samstarfi með umræddu merki um árabil. Hægt er að fá alls konar brúnkuvörur í verslunum um allt land.

@sunnevaeinarssmá áminning♬ original sound – Sunneva Einars

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

„Mikilvægasta veganestið sem þú gefur barninu þínu“

„Mikilvægasta veganestið sem þú gefur barninu þínu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sólgos – Heillandi, krefjandi og spennandi ungmennabók, sem á erindi við fullorðna um leið

Sólgos – Heillandi, krefjandi og spennandi ungmennabók, sem á erindi við fullorðna um leið