

Leikarinn Neil Patrick Harris virtist hafa verið mjög hissa þegar hann sá mynd sem danskennarinn og raunveruleikastjarnan Abby Lee Miller birti af þeim á Instagram.
„Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“ spurði leikarinn, en eins og má sjá hér að neðan hefur danskennarinn átt verulega við myndina í myndvinnsluforriti eins og FaceTune.

Meira að segja skrifaði FaceTune, eða einhver frá fyrirtækinu, við myndina: „Abby, leyfðu mér að skoða myndina næst áður en þú póstar.“