fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Fókus

Íþróttastjarna byrjaði á OnlyFans eftir meiðsli og þénar margfalt meira þar

Fókus
Þriðjudaginn 9. desember 2025 13:01

Oceane Dodin. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franska tennisstjarnan Oceane Dodin hefur ákveðið að feta í fótspor nokkurra kollega sinna og stofna reikning á OnlyFans.

Dodin var um tíma ein fremsta tenniskona heims, en hún varð atvinnumaður í íþróttinni árið 2011 og árið 2017 komst hún í 46. sæti heimslistans.

Dodin lenti í alvarlegum meiðslum sem héldu henni frá keppni í níu mánuði, en hún sneri aftur á tennisvöllinn í september og er nú í 744. sæti heimslistans.

Í frétt The Sun kemur fram að Dodin, sem er 29 ára, hafi ákveðið að feta í fótspor tennisstjarna á borð við Chloe Paquet, Alexandre Muller, Nick Kyrgios, Pedro Martinez og Sachia Vickery sem öll hafa opnað aðgang á OnlyFans.

Segir í frétt The Sun að Dodin hafi skrifað undir samning við fyrirtækið og hann færi henni hærri upphæð á einu ári en hún hefur þénað á fjórtán árum sem atvinnumaður í tennis.

Talið er að Dodin hafi þénað um 360 milljónir króna á tennisferli sínum, en miðað við frétt The Sun mun samningurinn færa henni meira en það í vasann á aðeins einu ári.

Áhorfendur veittu því athygli þegar Dodin sneri aftur á tennisvöllinn í september að hún var búin að fara í brjóstastækkun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég elska að lesa bækur sem kalla fram tilfinningar, hvort heldur sem er tár eða gleði“

„Ég elska að lesa bækur sem kalla fram tilfinningar, hvort heldur sem er tár eða gleði“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigurður fékk kaldar kveðjur frá Háskóla Íslands – „Mér finnst þetta ljót framkoma“

Sigurður fékk kaldar kveðjur frá Háskóla Íslands – „Mér finnst þetta ljót framkoma“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta eru uppáhalds myndir Tarantino frá 21. öldinni – „Óvenjuleg“ mynd í fyrsta sæti

Þetta eru uppáhalds myndir Tarantino frá 21. öldinni – „Óvenjuleg“ mynd í fyrsta sæti
Fókus
Fyrir 4 dögum

Veðmálin stjórnuðu hvernig pabbahelgarnar fóru: „Þá var eins gott að þetta myndi ganga vel“

Veðmálin stjórnuðu hvernig pabbahelgarnar fóru: „Þá var eins gott að þetta myndi ganga vel“