fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Fókus

Telur sig hafa slegið Íslandsmet í dósaflokkun – „RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér“

Fókus
Mánudaginn 8. desember 2025 09:50

Mynd/Já.is/Reddit

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Var hugsanlega slegið met í dósaflokkun í byrjun mánaðarins? Einn netverji heldur það en hann birti mynd af skjánum hjá flöskumóttöku Endurvinnslunnar á Reddit.

„Ég held mögulega að ég haldi metinu um fjölda dósa sem farið hefur verið með í einni ferð í flokkun 4.903 dósir sem samsvaraði 107.646 krónur,“ sagði netverjinn.

Mynd/Reddit

Viðbrögðin létu ekki á sér standa.

„RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér. Dóu örugglega í röðinni,“ sagði einn.

Sumir voru einnig forvitnir um hvernig aðilinn hafði sankað að sér svona mörgum dósum. „Rekurðu veitinga og/eða skemmtistað?“

Hann svaraði: „Neibb, starfa sem dropp sendill sem var sendur í sorpu ferð.“

Hann sagðist hafa mætt með um 50 poka í sendibíl og að þetta hafi tekið um 40 mínútur í heildina.

Þetta var þó ekki Íslandsmet eins og netverjinn hélt. „Sem fyrrverandi starfsmaður endurvinnslunnar þá er þetta því miður ekki metið. Ég held að það fari til fjölskyldu sem kom með 400 þúsund króna virði af dósum/flöskum og voru hjá okkur í næstum tvo tíma, en þetta er samt mikið,“ sagði einn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands

Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands
Fókus
Fyrir 3 dögum

Allt sem við vitum um brúðkaupsplön stjörnuparsins

Allt sem við vitum um brúðkaupsplön stjörnuparsins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur ekki rifist við eiginkonuna í tíu ár

Hefur ekki rifist við eiginkonuna í tíu ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kötturinn og ég – Falleg og persónuleg þroskasaga

Kötturinn og ég – Falleg og persónuleg þroskasaga