

„Ég held mögulega að ég haldi metinu um fjölda dósa sem farið hefur verið með í einni ferð í flokkun 4.903 dósir sem samsvaraði 107.646 krónur,“ sagði netverjinn.

Viðbrögðin létu ekki á sér standa.
„RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér. Dóu örugglega í röðinni,“ sagði einn.
Sumir voru einnig forvitnir um hvernig aðilinn hafði sankað að sér svona mörgum dósum. „Rekurðu veitinga og/eða skemmtistað?“
Hann svaraði: „Neibb, starfa sem dropp sendill sem var sendur í sorpu ferð.“
Hann sagðist hafa mætt með um 50 poka í sendibíl og að þetta hafi tekið um 40 mínútur í heildina.
Þetta var þó ekki Íslandsmet eins og netverjinn hélt. „Sem fyrrverandi starfsmaður endurvinnslunnar þá er þetta því miður ekki metið. Ég held að það fari til fjölskyldu sem kom með 400 þúsund króna virði af dósum/flöskum og voru hjá okkur í næstum tvo tíma, en þetta er samt mikið,“ sagði einn.