fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Fókus

Leikkonan segir ógnvekjandi hversu margir nota þyngdarstjórnunarlyf – „Vita þær hvað þær eru að setja í líkama sína?“

Fókus
Mánudaginn 8. desember 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskarsverðlaunaleikkonan Katw Winslet er ekki hrifin af þyngdarstjórnunarlyfjum og segir ógnvekjandi hversu vinsæl þau eru. Hún segir í viðtali við Sunday Times:

„Þetta er hræðilegt. Ef sjálfstraust manneskju er þetta bundið við útlitið, það er skuggalegt.“

Winslet telur það betra að leikkonur upplifi að það sé í lagi að vera þær sjálfar, að þær geti komið fram á viðburðum í hvaða klæðnaði sem þær kjósa að klæðast, og séu af öllum stærðum og gerðum.

„En nú eru svo margar leikkonur á þyngdarstjórnunarlyfjum. Þetta er svo misjafnt. Sumar eru að taka ákvörðun um að vera þær sjálfar en aðrar gera allt sem þær geta til að vera ekki þær sjálfar. Og vita þær hvað þær eru að setja í líkama sína? Vanvirðingin við heilsuna er sláandi. Þetta fer meira fyrir brjóstið á mér nú en nokkru sinni áður. Þetta er fjandans frumskógur þarna úti.“

Leikkonan segist einnig vona að konur sætti sig við náttúrulega öldrun í staðinn fyrir að gangast undir fegrunarmeðferðir eins og botox og fylliefni.

„Mitt uppáhald er þegar hendurnar á manni eldast. Þetta er lífið sjálft á höndunum. Sumar fallegustu konurnar sem ég hef kynnst eru komnar yfir sjötugt og mér þykir það svo miður að ungar konur hafi ekki hugmynd um hvað fegurð í raun og veru er. Hvaða hugmynd um fullkomnum er fólk að eltast við,“ segir leikkonan og veltir fyrir sér hvort samfélagsmiðlum sé um að kenna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands

Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands
Fókus
Fyrir 3 dögum

Allt sem við vitum um brúðkaupsplön stjörnuparsins

Allt sem við vitum um brúðkaupsplön stjörnuparsins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur ekki rifist við eiginkonuna í tíu ár

Hefur ekki rifist við eiginkonuna í tíu ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kötturinn og ég – Falleg og persónuleg þroskasaga

Kötturinn og ég – Falleg og persónuleg þroskasaga