fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Fókus

Hópur unglinga var að eyðileggja upplifunina í Smárabíó – Hrósar viðbrögðum starfsfólksins

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 8. desember 2025 11:28

Mynd/Smárabíó

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndaáhugamaðurinn og bíófíkillinn Tómas Valgeirsson fór á myndina Five Nights at Freddy‘s 2 í Smárabíói fyrir helgi og hrósar starfsfólki kvikmyndahússins fyrir að bregðast við hópi unglinga sem létu illa.

Hann skrifaði um upplifun sína í Facebook-hópinn Bíófíklar og gaf DV leyfi til að deila færslunni áfram með lesendum.

„Hrós kostar ekkert og mig langar að veita sérstakt hrós til starfsfólks Smárabíós. Ég fór áðan á Five Nights at Freddy’s 2 – á 19:40 sýningu – og salurinn var svo gott sem pakkaður af fólki, mest megnis unglingum. Einn hópur ungmenna var þó sérstaklega með dólgslætin og trollandi hegðunina í hámarki (alveg Minecraft-level óþolandi…) og einn krakkinn þar sérstaklega ANDSETINN í ömurlegum commentary’um sínum og almennri truflun,“ segir Tómas.

Tómas Valgeirsson.

„Eftir ágætis korter af viðbjóðslega truflandi ummælum og hrópum kemur einn starfsmaður kvikmyndahússins og skipar ekki bara þeim tiltekna krakka, heldur öllum hópnum, rakleiðis úr salnum með stóískri ró,“ segir Tómas og bætir við að þetta sé góð lausn við leiðinlegum vanda.

„Bíóhegðun hefur reglulega farið versnandi en þarna sá ég príma dæmi um lausn á málunum,“ segir hann og bætir við að hann taki ofan fyrir starfsfólkinu og sérstaklega þeim starfsmanni sem gekk í þetta mál.

„Burtséð frá bíómyndinni, þá skiptir svona gríðarlegu máli. Ömurleg bíóhegðun gerir engum greiða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands

Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands
Fókus
Fyrir 3 dögum

Allt sem við vitum um brúðkaupsplön stjörnuparsins

Allt sem við vitum um brúðkaupsplön stjörnuparsins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur ekki rifist við eiginkonuna í tíu ár

Hefur ekki rifist við eiginkonuna í tíu ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kötturinn og ég – Falleg og persónuleg þroskasaga

Kötturinn og ég – Falleg og persónuleg þroskasaga