fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Fókus

Langþráð stytta af RoboCop loksins reist – „Hún lítur frábærlega út!“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 7. desember 2025 18:30

Styttan er loksins risin. Mynd/Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgaryfirvöld í Detroit í Bandaríkjunum hafa loksins reist styttu af RoboCop. Verkefnið hefur verið í meira en áratug í bígerð.

Hasarmyndin RoboCop frá árinu 1987 fjallar um lögreglumann í fjarlægri framtíð í Detroit sem er skotinn í tætlur af bófum en „lífgaður“ við og gerður að véllögreglumanni. Myndin, sem var gerð af hollenska leikstjóranum Paul Verhoeven, naut gríðarlegra vinsælda og hafa verið gerðar fjórar framhaldsmyndir. Einnig sjónvarpsþættir, tölvuleikir, leikföng, borðspil og fleira til að hylla véllögguna miklu.

Fyrir um fimmtán árum síðan skoruðu íbúar í Detroit á Dave Bing, borgarstjóra og fyrrverandi NBA stjörnu, að láta reisa styttu af RoboCop en þá hafði verið reist stytta af hnefleikakappanum Rocky úr samnefndum bíómyndum í borginni Philadelphia. Bing hafði hins vegar ekki áhuga á að láta skattfé af hendi rakna í verkefnið. Söfnun var hrundið af stað og síðar gáfu borgaryfirvöld leyfi fyrir styttunni.

Þetta tók hins vegar tíma, langan tíma. Nú hefur styttan, sem vegur 2,5 tonn, loks verið reist við hinn svokallaða eystri markað í borginni. Ekki langt frá stendur einmitt kvikmyndaverið Free Age Production Studio.

„Hún lítur frábærlega út!“ sagði Jim Toscano eigandi kvikmyndaversins við miðilinn MLive. Sagði hann að styttan hafi strax fengið mikla athygli og laðað fólk að staðnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Einfaldasta venjan sem hann hefur séð bjarga hjónabandi – Hættu við skilnaðinn og eru enn gift

Einfaldasta venjan sem hann hefur séð bjarga hjónabandi – Hættu við skilnaðinn og eru enn gift
Fókus
Í gær

Kristinn segir að samfélagið sé sofandi: „Mér finnst þú ekki vera fyrirmynd þegar þú ert að ýta undir þetta“

Kristinn segir að samfélagið sé sofandi: „Mér finnst þú ekki vera fyrirmynd þegar þú ert að ýta undir þetta“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vill sjá fyrirtæki draga til baka styrki: „Hver eru gildin í lífinu? Er allt til sölu?“

Vill sjá fyrirtæki draga til baka styrki: „Hver eru gildin í lífinu? Er allt til sölu?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands

Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands
Fókus
Fyrir 3 dögum

Opinberar að hún breytti nafni sínu stuttu fyrir raunveruleikafrægðina

Opinberar að hún breytti nafni sínu stuttu fyrir raunveruleikafrægðina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna 2026

Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna 2026
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hnýta í prinsinn og segja hann hafa gert sig að fífli á meðan tengdafaðir hans liggur á gjörgæslu

Hnýta í prinsinn og segja hann hafa gert sig að fífli á meðan tengdafaðir hans liggur á gjörgæslu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur ekki rifist við eiginkonuna í tíu ár

Hefur ekki rifist við eiginkonuna í tíu ár