fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Fókus

Faðir Meghan Markle í krísu – Læknar þurftu að fjarlægja annan fótlegginn

Fókus
Föstudaginn 5. desember 2025 13:30

Gömul mynd af Thomas og Meghan þegar allt lék í lyndi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thomas Markle, faðir hertogaynjunnar Meghan Markle, gekkst undir aðgerð á miðvikudag þar sem vinstri fótleggur hans var fjarlægður fyrir neðan hné.

Daily Mail greinir frá þessu á vef sínum í dag.

Thomas, sem er 81 árs, hefur glímt við heilsubrest á undanförnum árum en hann gekkst undir aðgerð eftir að blóðtappi myndaðist og hindraði blóðflæði til fótleggsins. Aðgerðin tók þrjár klukkustundir og heppnaðist að sögn vel.

Sonur hans, Thomas yngri, staðfesti fréttirnar í gærkvöldi og sagði að faðir hans hefði sýnt mikinn styrk síðustu daga:

„Fóturinn á honum varð fyrst blár og síðan svartur. Þetta gerðist mjög hratt. Ég fór með hann á næsta sjúkrahús þar sem þeir skoðuðu hann vel og vandlega, og sögðu að það þyrfti að fjarlægja fótlegginn.“

Segir Thomas yngri að læknar hafi talað um að aðgerðin væri upp á líf og dauða. „Það var annað hvort að fjarlægja fótlegginn eða taka sénsinn á að hann myndi deyja.”

Thomas er búsettur á Filippseyjum, en hann flutti þangað fyrr á árinu í þeirri von að byggja upp nýtt líf eins og hann orðaði það. Hann og Meghan eru ekki í neinum samskiptum og hefur hann til að mynda ekki enn hitt barnabörn sín, Archie og Lilibet sem eru 6 og 4 ára.

Thomas dvelur enn á gjörgæsludeild og gæti hann þurft að gangast undir aðra aðgerð vegna blóðtappa í vinstra lærinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Einfaldasta venjan sem hann hefur séð bjarga hjónabandi – Hættu við skilnaðinn og eru enn gift

Einfaldasta venjan sem hann hefur séð bjarga hjónabandi – Hættu við skilnaðinn og eru enn gift
Fókus
Í gær

Kristinn segir að samfélagið sé sofandi: „Mér finnst þú ekki vera fyrirmynd þegar þú ert að ýta undir þetta“

Kristinn segir að samfélagið sé sofandi: „Mér finnst þú ekki vera fyrirmynd þegar þú ert að ýta undir þetta“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vill sjá fyrirtæki draga til baka styrki: „Hver eru gildin í lífinu? Er allt til sölu?“

Vill sjá fyrirtæki draga til baka styrki: „Hver eru gildin í lífinu? Er allt til sölu?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands

Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur ekki rifist við eiginkonuna í tíu ár

Hefur ekki rifist við eiginkonuna í tíu ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kötturinn og ég – Falleg og persónuleg þroskasaga

Kötturinn og ég – Falleg og persónuleg þroskasaga