fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Fókus

Þetta færðu í sekt fyrir að aka beltislaus með farþega

Fókus
Fimmtudaginn 4. desember 2025 10:01

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er skylda að nota öryggisbelti í bifreið en það er líka án efa einn mikilvægasti öryggisbúnaður bifreiða.

Það getur líka reynst ansi dýrkeypt að keyra um beltislaus, eins og Samgöngustofa minnti á í myndbandi á TikTok í gær.

Hvað kostar að aka beltislaus?

„Ef að þú ert í bifreið og enginn er í belti og allir komnir yfir 15 ára aldur, þá þarf hver og einn að borga 20 þúsund krónur og einn punkt í ökuferilskrá,“ segir lögreglumaður í myndbandinu.

En hvað ef farþegarnir eru undir 15 ára aldri? „Ef þú ert með fjóra farþega í bifreiðinni sem eru undir 15 ára, þá þarft þú að borga sektina fyrir hvern og einn, 30 þúsund krónur á haus og einn punkt í ökuferilskrá.“

@samgongustofaHvað hélst þú að sektin væri há?💸

♬ original sound – Samgöngustofa

Sjá meira um sektir hér. Vissir þú til dæmis að sekt fyrir að aka gegn rauðu ljósi er 50 þúsund krónur og sekt fyrir að aka án þess að hafa ökuskírteini meðferðis er 10 þúsund krónur.

Spennum alltaf beltin!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókaspjall: Ráðgátur og óvænt endalok

Bókaspjall: Ráðgátur og óvænt endalok
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ömurlegt að í landi sem heitir Ísland, að það sé ekki hægt að iðka ísíþróttir“

„Ömurlegt að í landi sem heitir Ísland, að það sé ekki hægt að iðka ísíþróttir“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Faðir Meghan Markle í krísu – Læknar þurftu að fjarlægja annan fótlegginn

Faðir Meghan Markle í krísu – Læknar þurftu að fjarlægja annan fótlegginn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hin helga kvöl – Hörkuspennandi glæpaflétta

Hin helga kvöl – Hörkuspennandi glæpaflétta