

Það getur líka reynst ansi dýrkeypt að keyra um beltislaus, eins og Samgöngustofa minnti á í myndbandi á TikTok í gær.
Hvað kostar að aka beltislaus?
„Ef að þú ert í bifreið og enginn er í belti og allir komnir yfir 15 ára aldur, þá þarf hver og einn að borga 20 þúsund krónur og einn punkt í ökuferilskrá,“ segir lögreglumaður í myndbandinu.
En hvað ef farþegarnir eru undir 15 ára aldri? „Ef þú ert með fjóra farþega í bifreiðinni sem eru undir 15 ára, þá þarft þú að borga sektina fyrir hvern og einn, 30 þúsund krónur á haus og einn punkt í ökuferilskrá.“
@samgongustofaHvað hélst þú að sektin væri há?💸
Sjá meira um sektir hér. Vissir þú til dæmis að sekt fyrir að aka gegn rauðu ljósi er 50 þúsund krónur og sekt fyrir að aka án þess að hafa ökuskírteini meðferðis er 10 þúsund krónur.
Spennum alltaf beltin!