

Amal er alþjóðlegur mannréttindalögfræðingur. Þau giftu sig árið 2014 og eiga saman tvíburana Ellu og Alexander sem fæddust árið 2017.
Leikarinn greindi frá þessu í hlaðvarpinu New Heights hjá bræðrunum Travis og Jason Kelce.
„Hvorugt okkar er að fara að vinna rifrildið þannig til hvers að byrja?“ sagði Clooney.
Aðspurður hvað sé leyndarmálið á bak við þetta sagði hann: „Gaur, ég er 64 ára gamall. Um hvað ætla ég að rífast eiginlega á þessum tímapunkti? Ég kynntist þessari ótrúlegu konu. Hún er falleg, gáfuð og deilir sömu gildum og ég. Ég trúi ekki hversu heppinn ég er, þannig um hvað ætti ég eiginlega að rífast?“