fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Fókus

Fimm góðar aðferðir til að koma í veg fyrir ísingu á bílrúðum – „Vodka er fullkominn til afísunar“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 2. desember 2025 16:30

Það er pirrandi að þurfa að skafa bílinn. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er fátt jafn hvumleitt við veturinn en að þurfa að skafa af bílrúðunum á morgnanna. Í grein í breska blaðinu The Express veitir Alexander Haraldsson, hjá bílaleigunni Lotus, fimm góð ráð til að koma í veg fyrir ísingu á bílrúðum.

 

Edik

„Spreyjaðu blöndu af ediki og vatni á bílrúðuna til að koma í veg fyrir mikla ísingu og sparað þér dýrmætar mínútur á morgnanna.“

Frostmark ediks er mun lægra en vatn og því virkar edik vel til afísingar.

 

Bílastæði

„Mjög fljótleg og auðveld lausn sem getur leyft þér að lúra í tíu mínútur til viðbótar á morgnanna er að leggja bílnum þannig að hann snúi til austurs.“

Sólin rís í austri og ef framrúðan snýr í þá átt bráðnar ísinn á henni fyrr.

 

Alkóhól

Hægt er að búa til eigið afísunarsprey, til dæmis með því að blanda alkóhóli saman við uppþvottalög. Hrista vel saman og spreyja vel á alla glugga bílsins.

„Vodka er fullkominn til afísunar, blandaðu saman vodka og vatni, og spreyjaðu yfir bílinn.“

Laukur er til margs nytsamlegur.

Kartöflur og laukur

„Þetta er vinsælt TikTok bragð, þú getur skorið kartöflu eða lauk í tvennt og nuddað á bílrúðuna til að koma í veg fyrir að hún frjósi alveg.“

Þetta grænmeti hefur svipuð áhrif og edikið. Sykursameindirnar brjóta niður frostið.

 

Heitt vatn í poka

„Helltu heitu vatni í hitapoka eða plastpoka og nuddaðu yfir rúðuna.“

Hitinn bræðir ísinn og kemur í veg fyrir rispur sem geta myndast við sköfun. Vatnið má þó ekki vera of heitt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Robert Plant vildi ekki leika í Game of Thrones vegna Íslands

Robert Plant vildi ekki leika í Game of Thrones vegna Íslands
Fókus
Í gær

Fjölskyldudrama hjá Íslandsvininum en dóttirin deilir opinberlega við verðandi tengdamóður – „Það eru alltaf tvær hliðar á öllum málum“

Fjölskyldudrama hjá Íslandsvininum en dóttirin deilir opinberlega við verðandi tengdamóður – „Það eru alltaf tvær hliðar á öllum málum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vara við kynlífstrendi sem er vinsælt í desember – „Snjókarlinn“ ekki hættulaus

Vara við kynlífstrendi sem er vinsælt í desember – „Snjókarlinn“ ekki hættulaus
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikarinn fagnar bráðum 100 ára afmæli og segir að lykilinn að langlífi sé að forðast þetta tvennt

Leikarinn fagnar bráðum 100 ára afmæli og segir að lykilinn að langlífi sé að forðast þetta tvennt