fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fókus

Svona brást Shaq við ummælum fyrrverandi eiginkonu sinnar sem sagðist aldrei hafa elskað hann

Fókus
Þriðjudaginn 16. desember 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi eiginkona körfuboltagoðsagnarinnar Shaquille O’Neal gaf út endurminningar á síðasta ári sem vöktu töluverða athygli. Þar fjallaði hún um samband þeirra sem hófst á tíunda áratug síðustu aldar en lok svo árið 2009 eftir ítrekuð framhjáhöld körfuboltamannsins. Fyrrverandi eiginkonan, Shaunie Henderson, viðurkenndi að hún hafi notið tímans með O’Neal, en sambandið hafi verið dauðadæmt frá upphafi. Shaquille, sem er oftast kallaður Shaq, hafi haft eitt markmið ofar öllu, að verða ríkur og eftirsóttur. Shaunie segir að það hafi tekið hana langan tíma að horfast í augu við að hún elskaði ekki manninn sjálfan heldur hugmyndina um hann.

Degi eftir að endurminningarnar komu út brást Shaq við þessum ummælum fyrrverandi konu sinnar og gekkst við því að hafa ekki verið mannanna bestur.

„Ég skil þig, ég hefði ekki elskað mig heldur. Óska þér alls hins besta. Öll mín ást, Shaq.“

Shaq hefur opinberlega gengist við því að hafa verið Shauni ótrúr og gert mörg alvarleg mistök í hjónabandinu. Undanfarin ár hefur hann svo lagt hart að sér að halda ástarlífi sínu utan sviðsljóssins. Shaunie segir í bók sinni að það hafi verið léttir að Shaq gekkst við hegðun sinni opinberlega, það hafi veitt henni kjarkinn til að skrifa hispurslaust um hjónaband þeirra án ótta við viðbrögð aðdáenda hans.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ísfólkið hefur oft verið talað niður og kallaðar „húsmæðraklám““

„Ísfólkið hefur oft verið talað niður og kallaðar „húsmæðraklám““
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því
Fókus
Fyrir 6 dögum

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu