fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fókus

Svona eiga Jón og Hafdís saman – „Ástin er brennandi“

Fókus
Sunnudaginn 14. desember 2025 13:30

Jón og Hafdís Björk Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson og Hafdís Björk Jónsdóttir, tannlæknir, fögnuðu 23 ára sambandsafmæli fyrir stuttu.

„23 ár í dag síðan við byrjuðum saman. Ég dæmdi einmitt Verzló Vælið um daginn, horfði yfir salinn og hugsaði að það er nú smá crazy að við höfum byrjað saman á þessum aldri… en hér erum við 4 börnum og 1 hundi síðar með bakpokann fullan af minningum. Þakklátur hvern einasta dag,“ skrifaði Jón á Instagram í tilefni ástarafmælisins.

DV lék forvitni að vita hvernig hjónin eiga saman ef litið er til stjörnumerkjanna. Jón er sporðdreki og Hafdís er hrútur.

Þetta eru tvö sterk, ákveðin og lífleg stjörnumerki, hvort á sinn hátt. Sporðdrekinn er gjarnan misskilinn en mjög ástríðufullur. Sporðdrekinn er vatnsmerki sem einkennist af mikilli dýpt, tryggð og innsæi. Hann er mjög tryggur þeim sem hann elskar og býr yfir dularfullri orku sem margir laðast að.

Hrúturinn er eldmerki, hann er sjálfstæður, beinskeittur, framtaksamur og frelsiselskandi einstaklingur. Hann er óhræddur við stórar áskoranir og býr yfir mikilli lífsgleði.

Þegar sporðdrekinn og hrúturinn koma saman gerist eitthvað einstakt, tengingin er sterk og verður til fallegt samband. Ástin er brennandi og getur sá neisti varað til eilífðar.

Bæði merkin geta verið þrjósk en ef þau eru dugleg að tala saman og leysa málin, gleyma hugmyndinni um að „hafa rétt fyrir sér“ þá verður þetta ekki vandamál.

Þau hjálpa líka hvort öðru. Sporðdrekinn hjálpar hrútnum að fara meira inn á dýptina á meðan hrúturinn hjálpar sporðdrekanum að tjá sig.

Jón Ragnar Jónsson

Fæddur: 30. október 1985

Sporðdreki

  • Úrræðagóður
  • Hugrakkur
  • Ástríðufullur
  • Þrjóskur
  • Afbrýðisamur
  • Dulur

Hafdís Björk Jónsdóttir

Fædd: 13. apríl 1986

Hrútur

  • Hugrakkur
  • Ákveðinn
  • Öruggur
  • Áhugasamur
  • Óþolinmóður
  • Skapstór
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ísfólkið hefur oft verið talað niður og kallaðar „húsmæðraklám““

„Ísfólkið hefur oft verið talað niður og kallaðar „húsmæðraklám““
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því
Fókus
Fyrir 6 dögum

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu