

„23 ár í dag síðan við byrjuðum saman. Ég dæmdi einmitt Verzló Vælið um daginn, horfði yfir salinn og hugsaði að það er nú smá crazy að við höfum byrjað saman á þessum aldri… en hér erum við 4 börnum og 1 hundi síðar með bakpokann fullan af minningum. Þakklátur hvern einasta dag,“ skrifaði Jón á Instagram í tilefni ástarafmælisins.
DV lék forvitni að vita hvernig hjónin eiga saman ef litið er til stjörnumerkjanna. Jón er sporðdreki og Hafdís er hrútur.
Þetta eru tvö sterk, ákveðin og lífleg stjörnumerki, hvort á sinn hátt. Sporðdrekinn er gjarnan misskilinn en mjög ástríðufullur. Sporðdrekinn er vatnsmerki sem einkennist af mikilli dýpt, tryggð og innsæi. Hann er mjög tryggur þeim sem hann elskar og býr yfir dularfullri orku sem margir laðast að.
Hrúturinn er eldmerki, hann er sjálfstæður, beinskeittur, framtaksamur og frelsiselskandi einstaklingur. Hann er óhræddur við stórar áskoranir og býr yfir mikilli lífsgleði.
Þegar sporðdrekinn og hrúturinn koma saman gerist eitthvað einstakt, tengingin er sterk og verður til fallegt samband. Ástin er brennandi og getur sá neisti varað til eilífðar.
Bæði merkin geta verið þrjósk en ef þau eru dugleg að tala saman og leysa málin, gleyma hugmyndinni um að „hafa rétt fyrir sér“ þá verður þetta ekki vandamál.
Þau hjálpa líka hvort öðru. Sporðdrekinn hjálpar hrútnum að fara meira inn á dýptina á meðan hrúturinn hjálpar sporðdrekanum að tjá sig.
Fæddur: 30. október 1985
Sporðdreki
Fædd: 13. apríl 1986
Hrútur