fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fókus

Gímaldin gefur út nótnahefti og helmingur rennur til verkefna á Gaza

Fókus
Laugardaginn 13. desember 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Út er komið nótnaheftið H-gítar píanó próekt eftir gímaldin.

Í heftinu má finna 10 verk útsett fyrir flygil, 7 strengja metalgítar og söngrödd. Verkið var frumflutt í Hofi árið 2023 og hefur einnig verið tekið upp í útgáfu gímaldins og Snorra Sigfúsar Birgissonar.

2 singla úr verkinu má þegar finna á Tidal og fleiri streymisveitum en önnur lög koma til byggða ásamt jólatröllunum næstu aðventur eða svo.

Útsetningarnar eru hugsaðar fyrir alla aldurshópa, henta bæði byrjendum í gítar og píanóleik og lengra komnum. Mússikkunnendur eru sérstaklega hvött tilað reyna fyrst alfarið sjálf með nótunum áðren farið er að hlusta á hvernig tónsmiðurinn túlkar þetta.

Lögin voru upprunalega samin fyrir trúbadorútgáfu, það er, eina gítarrödd og söng. En þetta var á árunum 1990 til 1997 og þegar verkin voru tekin til skoðunar þriðjungi úr öld síðar átti engan veginn við að leika þau þannig lengur. Eitthvað hafði breyst. Það þótti eðlilegra að breyta lögunum en heiminum.

Einnig spilaði, og ekki lítillega inní, að félagi Rúnar Þór hafði reglulega hvatt tónsmiðinn tilað semja píanómússikk – sem var að einhverjuleyti vinsamleg ábending um að spila eitthvað annað en þungarokk öllumstundum.

Norður Slavarnir kalla þetta viysov, mætti útleggja sem áskorun. Og því var tekið sem áskorun að finna leið til skila þessum gítarverkum sem píanóballöðum. Einföld áskorun er samt sjaldnast nóg, og best alltaf að hafa skilyrðin 2 og helst andstæð þannig að líkurnar aukist verulega á að þú endir á sama stað og þú byrjaðir.

Þess vegna varð á endanum úr að útkoman skyldi vera bæði píanóballöður og þungarokk. Sem kveikti síðan pælingu um það hversu líklegt væri að þessi tvö gerólíku, að eðli, hljóðfæri gætu starfað saman í einum takti, í lengri tíma. Þessu var lýst í kynningarefni fyrir tónleikana í Hofi og verður ekki endurtekið hér.

Þegar tónlistin hafði síðan verið færð í bókarnótur af Þorkeli Atlasyni, úr upprunalegu metal midinótum tónsmiðar, leystist orginal spurningin upp í markleysi þarsem að í prentheimum eru öll hljóðfærin á einu taktskema, sem ein marglaga heild og möguleikinn á ósamrýmanleika kemur fyrst aftur til sögunnar þegar nótnaunnendur mæta með sína eigin túlkun og klafa af áðurfrágreindum hugmyndum um að á flygil skuli leika í frjálsari tíma en myndi heavy metal höndin sem þarf að vera svo stöðug að hún haldi bæði trommuleikara og bassaleikara við efnið og drífi áfram jafnframt möttulmöndul plánetunnar.

Söngljóðin eru að stórum hluta upprunaleg, enda órofa heimild um tíma sem ekki er lengur – en wókuð samt einsmikið og hægt var án þess að ganga alveg frá innihaldinu.

Yaroslav Bilyk tók myndir fyrir heftið og á líka myndirnar með þessari kynningu.

H-gítar píanó próekt er til sölu í Skáldu, Hljóðfærahúsinu og Tónastöðinni – en einnig má kaupa af höfundi í gegnum FB eða Instagramsíður

https://www.instagram.com/agimaldinaffiliate/
https://www.facebook.com/gimaldinadalsida/

Hjá höfundi kostar bókin 6000 krónur og rennur helmingur af verðinu til Vonarbrúar til styrktar verkefnum þeirra á Gaza.

Hér má heyra singla á Tidal
https://tidal.com/album/433674999/u

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Hann pikkaði mig upp á bar með línunni: Hef ég séð þig áður?“

„Hann pikkaði mig upp á bar með línunni: Hef ég séð þig áður?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ísfólkið hefur oft verið talað niður og kallaðar „húsmæðraklám““

„Ísfólkið hefur oft verið talað niður og kallaðar „húsmæðraklám““
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því
Fókus
Fyrir 6 dögum

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu