fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fókus

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 13. desember 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í stórum hefðbundnum raunsæisverkum, t.d. glæpasögum, eru ríkjandi viðtekin og almenn viðhorf til þess hvað er frásagnarvert og hvað ekki og hvað teljast vera aðalatriði og aukaatriði. Það lifna ekki endilega allar persónurnar við á síðunum, aukapersónurnar þjóna söguþræðinum og eru stundum dregnar daufum og almennum dráttum.

Í smásögum getur þetta snúist við og þar er áherslan stundum á smámuni sem stækka í meðförum höfundar. Sérviska og fyndin smáatriði fylla bók Óskars Magnússonar, Vinsamlega réttið úr sætisbökunum, sem inniheldur tíu smásögur.

Óskar er þjóðkunnur fyrir margvísleg störf sín en byrjaði að gefa út skáldverk skömmu eftir aldamótin og hefur síðan verið iðinn við skriftir og útgáfu. Hann hefur náð nokkrum vinsældum fyrir spennusögur sínar um lögmanninn Stefán Bjarnason en hann byrjaði ferilinn með tveimur smásagnasöfnum og núna er komið það þriðja.

Ég hef sérstakt yndi af smásögum Óskars sem eru fyndnar vegna sérviskulegra takta sögupersónanna en jafnframt skín í gegn væntumþykja og virðing fyrir því að hver manneskja á sér sína litlu hversdagsveröld sem skiptir ekki síður máli en heimsbröltið.

Fyndnin í bókinni er fáguð og lunkin en inn á milli knýr sorgin dyra og gefur bókinni undirtón sem er langt frá því að vera léttvægur. Persónur verða bráðlifandi og einstakar, rétt eins og í veruleikanum. Stíllinn er slípaður og myndríkur, helsta einkenni hans er auga fyrir hnyttnum smáatriðum.

Sögusviðin eru fjölbreytt, lesandinn lítur inn á sveitabæi, fer í lyftu í stóru skrifstofuhúsnæði, fer til útlanda og stingur sér inn á félagsfund, svo fátt sé nefnt.

Vinsamlega réttið úr sætisbökunum er yndislestur fyrir þá sem vilja hvíla sig á klisjum og upplifa fjölbreytni raunveruleikans í hinu smáa og sérstaka. Bókin iðar af lífi og verður betri við endurtekinn lestur.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Hann pikkaði mig upp á bar með línunni: Hef ég séð þig áður?“

„Hann pikkaði mig upp á bar með línunni: Hef ég séð þig áður?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ísfólkið hefur oft verið talað niður og kallaðar „húsmæðraklám““

„Ísfólkið hefur oft verið talað niður og kallaðar „húsmæðraklám““
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því
Fókus
Fyrir 6 dögum

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu