fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fókus

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins

Fókus
Laugardaginn 13. desember 2025 20:30

Sjónvarpskonan Mary Portas

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þekkt sjónvarpskona í Bretlandi, Mary Portas, lýsti því á dögunum í athyglisverðu viðtali hvers vegna hún hafi lagt þunga áherslu á að bróðir hennar myndi verða líffræðilegur faðir barns hennar.

Portas, sem meðal annars hefur stýrt sjónvarpsþáttum fyrir BBC, á soninn Horatio með eiginkonu sinni, Melanie Rickey. Fyrir átti Portas sjálf tvö börn úr öðru hjónabandi en þegar Rickey þrýsti á að þær myndu eignast barn saman hafi Portas lagt mikla áherslu á að skyldleiki yrði milli barnanna þriggja.

Þess vegna hafi hún beðið bróður sinn, Lawrence, að vera sæðisgjafa. Segist hún eiga í sérstöku sambandi við bróður sinn og vitað að hann hefði ekkert sérstaklega verið á þeim buxunum að eignast barn sjálfur. Segja má því að nokkrar flugur hafi verið slegnar í einu höggi.

Sonurinn Horatio fæddist síðan árið 2012 og segir Portas að það hafi verið ein fallegasta stund lífsins þegar hún sá bróður sinn halda á syninum. Drengurinn líkist mjög fjölskyldu hennar og á náið samband við móðurbróður sinn, sem vill svo til að er einnig líffræðilegur faðir hans.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svarar hatrömmum skilaboðum netverja og útskýrir þyngdartapið

Svarar hatrömmum skilaboðum netverja og útskýrir þyngdartapið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bonnie Blue handtekin í Balí og gæti átt yfir höfði sér 15 ára fangelsisvist

Bonnie Blue handtekin í Balí og gæti átt yfir höfði sér 15 ára fangelsisvist
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Vildi sýna að það þarf ekki að vera framið subbulegt morð til að lífið sé spennandi“

„Vildi sýna að það þarf ekki að vera framið subbulegt morð til að lífið sé spennandi“