fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fókus

Fallegustu jólaskreytingar í miðborg Reykjavíkur 2025

Fókus
Fimmtudaginn 11. desember 2025 09:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri veitti í gær viðurkenningar fyrir fallegustu jólaskreytingar í miðborg Reykjavíkur. Markmið viðurkenninganna er að hvetja rekstraraðila til að skreyta glugga sína og verslanir á aðventunni og verðlauna þá sem skapa þannig hlýlega, bjarta og hátíðlega stemningu í borginni.

Í ár hlutu þrír aðilar viðurkenningar fyrir framúrskarandi skreytingar:

Fallegasta jólaskreytingin

Icemart

Icemart á Skólavörðustíg 38 hlýtur viðurkenninguna fyrir fallegustu jólaskreytinguna í ár. Skreytingin er glæsileg, hlýleg og fellur vel að umhverfinu í hjarta miðborgarinnar.

Fallegasta gluggaskreytingin

Farmers and Friends

Farmers and Friends á Laugavegi 37 hlýtur viðurkenningu fyrir fallegustu gluggaskreytinguna. Glugginn laðar að sér gesti og setur sterkan svip á göngugötuna á aðventunni.

Gleðilegasti barnaglugginn

Café Babalú

Café Babalú fær viðurkenningu fyrir jólaglugga sem getur vakið mikla gleði yngstu kynslóðarinnar. Skreytingin einkennist af litagleði, leikgleði og einstakri jólastemningu sem endurspeglar vel anda staðarins. Jólaskreyting er í augnhæð barna og því mjög gleðileg fyrir þau.

Hvatning til jólastemmningar í borginni

Með viðurkenningunum vill Reykjavíkurborg vekja athygli á því mikilvæga hlutverki sem jóla- og aðventuskreytingar gegna í að skapa notalegt borgarumhverfi yfir vetrartímann. Skreytingar fyrirtækja og verslana auka lífsgæði, draga fólk að miðborginni og gleðja bæði íbúa og gesti.

Reykjavíkurborg óskar verðlaunahöfum innilega til hamingju og þakkar öllum þeim sem leggja sig fram um að fegra borgina á aðventunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt