fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fókus

Svarar hatrömmum skilaboðum netverja og útskýrir þyngdartapið

Fókus
Fimmtudaginn 11. desember 2025 09:30

Kelly ásamt föður sínum Ozzy Osbourne.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kelly Osbourne sagði í hörðum skilaboðum til þeirra sem hneykslast á þyngdartapi hennar að sorgin vegna andláts föður síns, Ozzy Osbourne, hefði valdið því að hún léttist.

„Til fólksins sem heldur áfram að vera fyndið og leiðinlegt með því að skrifa athugasemdir eins og: „Ertu veik,“ eða „Hættu á Ozempic,“ eða „Þú lítur ekki vel út,“ sagði hún í myndskeiði á samfélagsmiðlum sem birt var í þættinum Piers Morgan Uncensored á miðvikudaginn.

„Pabbi minn dó nýlega og ég er að gera mitt besta og það eina sem ég hef til að lifa fyrir núna er fjölskyldan mín. Og ég kýs að deila efni mínu með ykkur og deila hamingjusömu hliðinni á lífi mínu, ekki þeirri ömurlegu hlið,“ bætti Osbourne við. „Svo til alls þessa fólks, farið til fjandans.“

Faðir Kelly, þungarokkarinn Ozzy Osbourne, lést í júlí, 76 ára að aldri.

Móðir hennar, Sharon, tók undir skilaboð Kelly, sem ræddi við Morgan um andlát hins goðsagnakennda rokkara Black Sabbath.

„Hún hefur rétt fyrir sér. Hún getur ekki borðað núna, Nethatur er skjöldur fyrir fólk sem er óhamingjusamt.“

Á Instagram fjallaði um Kelly um „margar yndislegar  athugasemdir frá fólki“ sem hún hefur fengið sem „hafa virkilega hjálpað[henni að komast í gegnum“ erfiða tímann eftir missi föður síns.

Mæðgurnar Sharon og Kelly.

En hún beindi athyglinni enn á ný að fullorðnu konum sem halda áfram að skilja eftir meirihlutann af þeim vondu og grimmu athugasemdum sem hún hefur fengið og hvetur þær til að skoða sjálfar sig vandlega.

„Hvernig býst þú við að ég líti út núna? Sú staðreynd að ég er að fara fram úr rúminu og horfast í augu við líf mitt og reyna ætti að vera meira en nóg, og ég á hrós skilið fyrir það.“

„Vegna þess að flest af því sem þú segir um mig er hvernig þér líður með sjálfa þig,“ hélt hún áfram áður en hún gagnrýndi þá sem sögðu að hún líti út fyrir að vera veik eða báru saman núverandi myndir af henni við myndir af henni 18 ára. Kelly er orðin 41 árs.

„Ég er veik núna. Lífi mínu er gjörsamlega snúið á hvolf. Ég skil ekki af hverju fólk býst við að ég nái mér og líti út eins og allt sé bara í lagi í lífi mínu þegar það er það ekki,“ sagði hún.

Athugasemdir um útlit Kelly hafa hrúgast inn frá netverjum eftir að hún kom fram á kynningu á bökunarlínu Juliet Sear í London á þriðjudagskvöld.

Kelly hefur oft brugðist við neikvæðum athugasemdum sem hún hefur fengið frá aðdáendum varðandi útlit sitt á ferli sínum, sem spannar yfir tvo áratugi.

Í maí deildi hún því hvernig hún fékk „meiri skít“ fyrir þyngd sína en fyrir fíkniefnaneyslu sína, þegar hún talaði á ráðstefnunni Happy & Healthy Summit Beacher Vitality.

„Við lifum í heimi þar sem fólk er hrædd við fitu,“ sagði hún við áheyrendur. „Ég hef verið fíkniefnaneytandi, alkóhólisti … Ég hef verið algjört drasl, sýnd fólki óvirðingu, hræðileg, en ég fékk meiri skít yfir mig yfir því að vera feit en fyrir nokkuð annað. Það er brjálæðislegt.“

„Fólk sagði: „Þú ert svo falleg. Af hverju léttist þú ekki bara aðeins og þá verður þú allur pakkinn?““

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt