fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fókus

Stjórnarformaður spænska ríkissjónvarpsins ánægður með Íslendinga

Fókus
Fimmtudaginn 11. desember 2025 16:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnarformaður spænska ríkissjónvarpsins RTVE, José Pablo López, er ánægður með Íslendinga og ákvörðun RÚV um að taka ekki þátt í Eurovision-söngvakeppninni á næsta ári.

Hann skrifaði á X í gær:

„Það eru fimm lönd þar sem mannréttindi eru ekki keppni og virðing fyrir reglum er ekki valkvæð: Slóvenía, Spánn, Írland, Holland og Ísland. HIN NÝJU STÓRU FIMM LÖND SAMBANDS EVRÓPSKRA SJÓNVARPSSTÖÐVA“

Það hefur vakið sérstaka athygli að Spánn hefur dregið sig úr keppninni enda er landið hluti af þeim fimm ríkjum sem eru sérstakir fjárhagslegir bakhjarlar Eurovision og hafa því alltaf fengið sitt pláss á úrslitakvöldinu. Þessi lönd voru þekkt sem hin stjóru fimm: Spánn, Frakkland, Bretland, Þýskaland og Ítalía.

RÚV gerði í september fyrirvara við þátttöku Íslands í keppninni um niðurstöðu samráðsferlis EBU vegna þátttöku ísraelska ríkissjónvarpsins KAN í keppninni og áskildi sér rétt til að hætta við. Þessi réttur var svo nýttur í gær eftir að það lá fyrir að Ísrael yrði ekki meinuð þátttaka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Vildi sýna að það þarf ekki að vera framið subbulegt morð til að lífið sé spennandi“

„Vildi sýna að það þarf ekki að vera framið subbulegt morð til að lífið sé spennandi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Karen missti bróður sinn: „Ég var stolt af honum að taka ábyrgð og fara aftur en honum var vísað út eftir þessa helgi“

Karen missti bróður sinn: „Ég var stolt af honum að taka ábyrgð og fara aftur en honum var vísað út eftir þessa helgi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Langþráð stytta af RoboCop loksins reist – „Hún lítur frábærlega út!“

Langþráð stytta af RoboCop loksins reist – „Hún lítur frábærlega út!“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Einfaldasta venjan sem hann hefur séð bjarga hjónabandi – Hættu við skilnaðinn og eru enn gift

Einfaldasta venjan sem hann hefur séð bjarga hjónabandi – Hættu við skilnaðinn og eru enn gift
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kristinn segir að samfélagið sé sofandi: „Mér finnst þú ekki vera fyrirmynd þegar þú ert að ýta undir þetta“

Kristinn segir að samfélagið sé sofandi: „Mér finnst þú ekki vera fyrirmynd þegar þú ert að ýta undir þetta“