

Stjórnarformaður spænska ríkissjónvarpsins RTVE, José Pablo López, er ánægður með Íslendinga og ákvörðun RÚV um að taka ekki þátt í Eurovision-söngvakeppninni á næsta ári.
Hann skrifaði á X í gær:
„Það eru fimm lönd þar sem mannréttindi eru ekki keppni og virðing fyrir reglum er ekki valkvæð: Slóvenía, Spánn, Írland, Holland og Ísland. HIN NÝJU STÓRU FIMM LÖND SAMBANDS EVRÓPSKRA SJÓNVARPSSTÖÐVA“
Það hefur vakið sérstaka athygli að Spánn hefur dregið sig úr keppninni enda er landið hluti af þeim fimm ríkjum sem eru sérstakir fjárhagslegir bakhjarlar Eurovision og hafa því alltaf fengið sitt pláss á úrslitakvöldinu. Þessi lönd voru þekkt sem hin stjóru fimm: Spánn, Frakkland, Bretland, Þýskaland og Ítalía.
RÚV gerði í september fyrirvara við þátttöku Íslands í keppninni um niðurstöðu samráðsferlis EBU vegna þátttöku ísraelska ríkissjónvarpsins KAN í keppninni og áskildi sér rétt til að hætta við. Þessi réttur var svo nýttur í gær eftir að það lá fyrir að Ísrael yrði ekki meinuð þátttaka.
Hay cinco países para los que los derechos humanos no son un concurso y el respeto a las normas no es opcional:
1. Eslovenia
2. España
3. Irlanda
4. Países Bajos
5. IslandiaEL NUEVO BIG FIVE DE UER https://t.co/O8uPzYFHce
— José Pablo López (@Josepablo_ls) December 10, 2025