fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fókus

Íslandsvinurinn lifir einmanalegu lífi eftir að honum var slaufað

Fókus
Fimmtudaginn 11. desember 2025 10:30

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslandsvinurinn David Walliams var dómari á Britain‘s Got Talent, annar meðlimur vinsælasta gríndúetts Bretlands, ástsæll rithöfundur og virtist alltaf vera með glæsilega konu upp á arminn. En sagan er önnur í dag eftir að honum var slaufað árið 2022.

Slaufunin kom í kjölfar þess að hljóðupptöku af honum tala um keppendur Britain‘s Got Talent var lekið. Það mátti heyra hann segja niðrandi, óviðeigandi og kynferðisleg ummæli um nokkra keppendur þegar hann hélt að það væri slökkt á hljóðnemanum.

Hann baðst afsökunar á ummælum sínum og sagði þau hafa verið „einkasamtöl“ sem hann hafi ekki ætlað að deila opinberlega. David lét af störfum en kærði framleiðslufyrirtækið fyrir að hafa lekið upptökunni.

Nasistakveðja

Næsti skandall var sumarið 2025 þegar David heilsaði að nasistasið, tvisvar sinnum, í upptöku jólaþáttar breska spurningaþáttarins Would I Lie to You?. BBC sagði þetta óásættanlegt og ákvað að sýna ekki þann hluta þáttarins.

Síðan þá hefur verið einmanalegt hjá David. Hann og Simon Cowell voru góðir vinir en tala ekki lengur saman í dag og greindi Daily Mail frá því að Simon vill ekkert með David hafa.

Eftir Britain‘s Got Talent skandalinn glímdi hann við mikla andlega erfiðleika og sjálfsvígshugsanir. Hann ákvað að beina spjótum sínum að skrifum og hefur gengið vel  þar, en á erfitt með að komast aftur í sjónvarpsbransann. Hann heldur einnig úti hlaðvarpi með Matt Lucas, meðleikara hans úr Little Britain.

Einn um jólinn

David á son, Alfred, 12 ára, með fyrrverandi eiginkonu sinni, Lara Stone. Þau skildu árið 2015 eftir fimm ára hjónaband.

Þau deila forræði en David greindi frá því að hann mun ekki verja jólunum með syni sínum þetta árið.

David hefur ekki verið í sambandi síðan þá. „Hann er mjög einmana, þrátt fyrir ferilinn og allt fólkið sem hann þekkir,“ sagði vinur hans við Daily Mail. „Hann er mjög gjafmildur og góður, en á erfitt. Ég held að hann sé bara virkilega óhamingjusamur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt