fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Fókus

Leonardo DiCaprio opinberar hvers vegna hann hylur andlitið á sér

Fókus
Miðvikudaginn 10. desember 2025 06:30

Leonardo DiCaprio á leið á tónleika Oasis í september síðastliðnum. Með derhúfu og andlitsgrímu. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leonardo DiCaprio er líklega þekktasti leikari heims um þessar mundir, en hann hefur leikið í mörgum af vinsælustu myndum síðustu áratuga og á að baki einstakan feril.

Þessi 51 árs gamli leikari hefur verið útnefndur skemmtikraftur ársins hjá Time-tímaritinu og af því tilefni var hann í athyglisverðu viðtali þar sem hann snerti á ýmsum persónulegum málum.

Í viðtalinu segist hann meðal annars alla tíð hafa reynt að finna hinn gullna meðalveg milli frægðar og einkalífs. Segir leikarinn að hann forðist það að taka þátt í opinberum verkefnum – eða opinberri umræðu – nema hann hafi raunverulega eitthvað til málanna að leggja.

„Annars er best að hverfa úr sviðsljósinu eins og hægt er,“ segir hann og bætir við að hann hafi snemma spurt sig þeirrar spurningar hvernig hann gæti tryggt sjálfum sér langa starfsævi.

Var niðurstaðan sú að halda sér frá sviðsljósinu þegar hann er ekki að vinna. Útskýrir þetta hvers vegna hann sést nánast aldrei á almannafæri án þess að hylja andlitið. Sést hann yfirleitt með derhúfu eða andlitsgrímu – stundum bæði. Í brúðkaupi milljarðamæringsins Jeff Bezos og eiginkonu hans, Lauren Sanchez, fyrr á árinu var hann myndaður með húfuna dregna langt niður fyrir enni klæddur í smóking.

Í frétt Mail Online, sem vísar í viðtalið við Time, kemur fram að leikarinn hafi byrjað að nota andlitsgrímu á tímum kórónuveirufaraldursins og hann hafi haldið áfram notkun hennar eftir að faraldurinn gekk yfir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristinn segir að samfélagið sé sofandi: „Mér finnst þú ekki vera fyrirmynd þegar þú ert að ýta undir þetta“

Kristinn segir að samfélagið sé sofandi: „Mér finnst þú ekki vera fyrirmynd þegar þú ert að ýta undir þetta“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkir þú þessar klassísku kvikmyndir um ástina?

Þekkir þú þessar klassísku kvikmyndir um ástina?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lokastiklan fyrir A Knight of the Seven Kingdoms – Ný saga í GOT-heiminum

Lokastiklan fyrir A Knight of the Seven Kingdoms – Ný saga í GOT-heiminum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Faðir Meghan Markle í krísu – Læknar þurftu að fjarlægja annan fótlegginn

Faðir Meghan Markle í krísu – Læknar þurftu að fjarlægja annan fótlegginn