fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Fókus

Segir plötuumslaginu umdeilda ekki ætlað að niðurlægja konur

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 4. desember 2025 10:30

Sabrina Carpenter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska söng- og leikkonan Sabrina Carpenter segir að umdeilt plötuumslag hennar eigi að sýna hvernig henni hafi verið „tilfinningalega rifin fram og tilbaka“ í fyrri samböndum.

Í júní afhjúpaði Carpenter umslag plötunnar Man’s Best Friend. Á því má sjá hana á fjórum fötum og karlmannshendi rífa í hár hennar. Sætti plötuumslagið strax mikilli gagnrýni.

Í forsíðuviðtali Hitmakers Issue Variety tjáir söngkonan sig um deilurnar í kringum myndina.

„Þetta snerist um hvernig fólk reynir að stjórna konum og hvernig mér fannst ég vera kippt til í þessum samböndum sem ég hafði verið í og hversu mikið vald maður leyfir sér að gefa þeim,“ sagði Carpenter, 26 ára.

Margir héldu því fram að myndin væri niðurlægjandi fyrir konur. Carpenter segist að sumu skilja þau sjónarmið en það hafi aldrei verið ætlun hennar.

„Þetta þýddi eitt fyrir mig og 100 hluti fyrir annað fólk, og ég horfði á þetta og hugsaði: „Þessi skoðun er gild. Mitt viðhorf er gilt. Hvað er í kvöldmatinn? Ég er ekki að horfa framhjá því hvað þessi mynd þýddi fyrir sumt fólk. Ég sá skoðanir þeirra og hugsaði: „Þetta er frábær skoðun, en var ekki það sem ég var að reyna að koma á framfæri.“

Í viðtalinu talar hún einnig um að hafa verið ung stúlka og litið upp til kvenna sem sungu um kynlíf. „Ég hugsaði alltaf: „Þegar ég verð stór fæ ég að faðma kynhneigð mína betur. Ég veit ekki einu sinni hvað það þýðir ennþá! Fólk hugsar: „Ó, hún segir og gerir hvað sem er. Nei. Ég hef virkilega mörk gagnvart sjálfri mér þú myndir verða hissa! Ég er bara að lifa mínu lífi og þú ert að horfa. Ef þér líkar það ekki, þá er það ekki fyrir þig. Ef þér líkar það, þá skulum við leika okkur.“

Carpenter er ánægð með móttökur plötunnar sem lenti í fyrsta sæti á Billboard 200 listanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókaspjall: Ráðgátur og óvænt endalok

Bókaspjall: Ráðgátur og óvænt endalok
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ömurlegt að í landi sem heitir Ísland, að það sé ekki hægt að iðka ísíþróttir“

„Ömurlegt að í landi sem heitir Ísland, að það sé ekki hægt að iðka ísíþróttir“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Faðir Meghan Markle í krísu – Læknar þurftu að fjarlægja annan fótlegginn

Faðir Meghan Markle í krísu – Læknar þurftu að fjarlægja annan fótlegginn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hin helga kvöl – Hörkuspennandi glæpaflétta

Hin helga kvöl – Hörkuspennandi glæpaflétta