

Beggi er búsettur í Kaliforníu þar sem hann kláraði nýverið doktorsnám í sálfræði.
Hann var í klippingu á dögunum, uppi á þaki að kvöldi til, á meðan hann svaraði spurningum vinar síns. Maðurinn á bak við myndavélina spurði: „Hvað á fólk til að halda um þig sem er ekki satt?“
„Ég hef heyrt frá fólki sem heldur að ég sé flagari (e. player) út frá efninu sem ég birti á samfélagsmiðlum, en ég birti mikið af efni um samskipti við konur […] en ég vanda valið þegar kemur að konum. Ég íhuga það vel og varlega hvort ég vilji deita konu eða eyða tíma með henni,“ svaraði Beggi.
@beggiolafsBoys get controlled by lust. Men learn to master it. There comes a point in your growth where you realize that playing and sleeping around isn’t depth – it’s distraction. Real maturity is choosing where you invest your time, energy, and attention. Not for validation, not for ego, but for something meaningful. A man doesn’t just chase pleasure. He builds connection, purpose, and standards.♬ original sound – Beggiolafs
„Strákar ljóta stjórna sér af girnd, menn læra að temja hana. Það kemur að því að þú áttar þig á því að lífið snýst ekki um að leika sér og sofa hjá, það er truflun. Sannur þroski felst í því að velja rétt í hvað þú eyðir tíma þínum, orku og athygli í,“ skrifaði hann með myndbandinu á Instagram.
Beggi hefur mikinn áhuga á heilsu, bæði andlegri og líkamlegri. Hann birtir reglulega færslur á Instagram um hvernig hann hámarkar hamingju sína og vellíðan, hvernig hann eykur afköst og nær árangri og hvernig hann á gott samband við sig sjálfan.