

Ungfrú Ísland, Helena Hafþórsdóttir O’Connor, hefur ákveðið að draga sig úr Miss Universe-keppninni í ár vegna veikinda. Þetta kemur fram í tilkynningu á Instagram-síðu Ungfrú Ísland keppninnar en Helena, sem er tvítug að aldri, bar sigur úr býtum í síðustu keppni sem fór fram í apríl síðastliðnum.
Fram kemur að Helena hafi glímt við veikindi undanfarið og þrátt fyrir að hún sé á batavegi þá treystir hún sér ekki til þess að halda til Taílands og keppa fyrir Íslands hönd.
„Það hryggir okkur gífurlega að tilkynna að hún hafi af persónulegum ástæðum tekið þá erfiðu ákvörðun að draga sig úr Ungfrú alheimi í Taílandi,“ segir í færslunni.