

Ignacia er söngkona í framsæknu dauðarokkshljómsveitinni Decessus og söng lag frá þeim á stóra sviðinu í keppninni.
Hún gaf sig alla í þetta og kom áhorfendum þvílíkt á óvart, enda var hún klædd eins og fegurðardrottning en öskraði eins og dauðarokkara sæmir.
Ignacia sló í gegn og fékk standandi lófaklapp eftir tilþrifin. Hún komst áfram í næstu umferð keppninnar sem verður á sunnudaginn.