

Brazier er vel þekktur í heimalandi sínu og er með hátt í 400 þúsund fylgjendur á Instagram. Þar birti hann einmitt myndir af sér frá Íslandi þar sem hann heimsótti meðal annars Bláa lónið, Perluna og skellti sér í íshellaskoðun svo eitthvað sé nefnt.
Þá virðist hann hafa dottið í lukkupottinn og séð norðurljósin skarta sínu fegursta.
Brazier er staddur hér á landi við tökur á sjónvarpsefni en hann hefur komið víða við á yfir 20 ára ferli sínum í sjónvarpi. Hann sló fyrst í gegn í raunveruleikaþáttunum Shipreck og þá hefur hann stýrt morgunþáttum í Bretlandi. Í dag er hann dagskrárgerðarmaður fyrir Good Morning Britain.
„Virkilega góð ferð. Norðurljósin, skautað á stöðuvatni. Bláa lónið. Ótrúlegur matur,“ sagði hann í færslu sinni á Instagram og birti myndir með.
Brazier var í sambandi með sjónvarpsstjörnunni Jade Goody en hún lést árið 2009 úr krabbameini. Brazier og Goody eignuðust tvo syni saman sem báðir eru nú komnir á þrítugsaldur.
Brazier og Dwyer gengu í það heilaga í Portúgal árið 2018, en í vikunni var greint frá skilnaði þeirra. Birti Brazier yfirlýsingu á Instagram þar sem hann fór fögrum orðum um Dwyer en sagði að á endanum hafi þau verið ófær um að finna hamingjuna með hvort öðru.
View this post on Instagram