fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fókus

Patti Smith heldur tónleika í Eldborg og Hofi

Fókus
Þriðjudaginn 25. nóvember 2025 11:25

Patti Smith verður áttræð á næsta ári en er í fullu fjöri. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska söngkonan og lagasmiðurinn Patti Smith heldur tónleika í Eldborg í Hörpu og Hofi á Akureyri á næsta ári. Tónleikarnir í Eldborg verða haldnir 31. maí og svo í Hofi þann 2. júní. Miðasala hefst 2. desember næstkomandi.

„Patti Smith, fædd í Chicago og alin upp í New Jersey, flutti til New York árið 1967 og hefur síðan orðið ein áhrifamesta listakona sinnar kynslóðar, bæði sem tónlistarmaður, skáld og myndlistarkona. Hún sló í gegn með plötunni Horses árið 1975 og á að baki langan lista plata og bóka, þar á meðal Just Kids, sem hlaut bandarísku bókmenntaverðlaunin árið 2010. Hún hefur verið tilnefnd til Grammy- og Golden Globe-verðlauna og hlotið fjölmargar alþjóðlegar heiðursviðurkenningar, meðal annars Polar-verðlaunin og árið 2007 var hún tekin inn í frægðarhöll rokksins (Rock and Roll Hall of Fame),” segir í tilkynningu.

„Verk hennar, þar á meðal ljósmyndir og innsetningar, hafa verið sýnd víða um heim og hún hefur einnig hlotið heiðursdoktorsnafnbætur frá ýmsum háskólum. Smith er ötull talsmaður mannréttinda- og umhverfismála, einkum í gegnum samtökin Pathway to Paris, og býr nú í New York þar sem hún heldur áfram að skrifa, flytja tónlist og birta reglulega efni á Substack.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katy Perry og Justin Trudeau taka stórt skref saman

Katy Perry og Justin Trudeau taka stórt skref saman