fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Fókus

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Fókus
Laugardaginn 15. nóvember 2025 21:30

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er háður því að stunda kynlíf, en bara með giftum konum.“

Svona hefst bréf karlmanns til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Dear Deidre.

„Ég veit að þetta er siðlaust, slæmt fyrir mig og lætur mér líða hræðilega, en ég get ekki hætt. Það hlýtur að vera eitthvað að mér, hvernig á ég að komast yfir þetta?“

Maðurinn er 32 ára og einhleypur. Hann hefur aldrei átt í sambandið við einhleypa konu á hans aldri.

„Allar sem ég hef verið með – og þær eru mjög margar – hafa verið giftar eða í sambandi. Oftast eru þær eldri en ég.

Þessi ástarsambönd vara stutt, oftast bara í nokkrar vikur þar til mér fer að leiðast.“

Maðurinn segir að það sé „furðulega auðvelt“ að hitta giftar konur sem vilja stunda kynlíf. „Það er til nóg af konum sem eru ekki að fá það sem þær þurfa frá eiginmönnum sínum,“ segir hann.

En svo kynntist hann konu sem breytti þessu öllu.

„Einu sinni var spennandi að hitta konu á netinu eða á bar og stunda kynlíf með henni á hótelherbergi. En ekki undanfarið, nú fæ ég tómleikatilfinningu og ekki nóg með það þá er ég orðinn ástfanginn af einni þeirra. En hún hefur verið skýr með að samband okkar snúist bara um kynlíf og að hún muni aldrei fara frá eiginmanni sínum.

Þetta er í fyrsta skipti sem mér líður eins og það sé verið að nota mig. Mér finnst ömurlegt að geta ekki hringt í hana eða hitt hana hvenær sem ég vil.

Ég veit að ég ætti að slíta þessu og reyna að hitta einhleypa konu, en ég veit ekki hvort ég geti það.“

Ráðgjafinn svarar:

„Þú ert fastur í mynstri sem er að gera þig óhamingjusaman, að viðurkenna það er fyrsta skrefið að komast út úr því. En þú verður líka að komast að rót vandans, af hverju sækist þú bara í giftar konur?

Það gæti verið af því þig langar í tilfinningalega nánd án skuldbindingar, eða þér finnist þú ekki eiga skilið ást.

Það er líklegt að þetta tengist æskunni þinni. Það mun hjálpa að tala við sálfræðing og vinna í þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro
Fókus
Fyrir 2 dögum

Missti 77 kíló án Ozempic – Fann síðan eitthvað í handarkrikanum

Missti 77 kíló án Ozempic – Fann síðan eitthvað í handarkrikanum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“