

Marion er fædd árið 1936 og er prófessor emeritus við New York University. Hún er meðal annars þekkt fyrir að afhjúpa hvernig matvælaiðnaðurinn mótar næringarráðleggingar og almennar hugmyndir fólks um hvað sé heilbrigt.
Í viðtali við The Washington Post í tilefni af nýju bókinni fór Marion um víðan völl og varpaði meðal annars ljósi á það hvað hún borðar sjálf á dæmigerðum degi.
Marion segist fá sér tvo bolla af „mildu” kaffi með mjólk en engum sykri. Þá hafragrautur eða Shredded Wheat sem er ekki ósvipað og Weetabix. Þá fær hún sér ferskan ávöxt með. Í viðtalinu kemur fram að Marion sé ekki þeirrar skoðunar að morgunmaturinn sé mikilvægasta máltíð dagsins.
Marion segir að hádegismaðurinn hjá henni sé mjög óreglulegur. Stundum fær hún sér salat og stundum einfaldlega það sem er til heima hjá henni – grænmeti, ávextir úr garðinum, ostur, hnetur eða brauð.
Marion segir að hann sé einnig sveigjanlegur og líkist ef til vill hádegismatnum. „Ég borða bara ekki mikið. En ég er mjög hrifin af salötum og get fengið mér það tvisvar á dag. Ef ég er heima gæti ég fengið mér egg, kannski kex og ost með því. Mér finnst gaman að búa til máltíðir út frá því sem ég á heima hjá mér,” segir hún. Hún borðar líka stundum úti en segir að grænmeti sé alltaf í aðalhlutverki.
Í viðtalinu, sem má lesa hér, talar Nestle einnig um að forðast unnin matvæli eins og hægt er en leyfa sér stundum góðgæti á borð við ís.