
Bandaríski áhrifavaldurinn Amanda, frá New York, heimsótti Ísland fyrir stuttu og skemmti sér konunglega, en hún hefur oft fengið sömu spurninguna:
„Ísland er svo dýrt, hvernig hafðir þú efni á því?“
Hún segir leyndarmálið felast í matarkostnaðinum, en frekar en að fara út að borða fór hún í lágvöruverslanir eins og Bónus og Krónuna.
Amanda keypti til dæmis brauð, pestó og grænmeti til að gera samlokur, snakk, skyr, núðlur og kex. Ef hún fór „út að borða“ þá var það pylsa á Bæjarins Bestu.
Sjá myndbandið hér að neðan.
@itsamandaxo kept telling myself “here for the sights, not the food” 🥴 #iceland #icelandadventure #icelandtraveltips ♬ Smalltown Boy – Bronski Beat