fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fókus

Segist hafa séð flygildi fyrir ofan hús Þorgríms Þráinssonar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 9. nóvember 2025 09:00

Gunnar Dan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Dan, rithöfundur og verslunarstjóri Handverkshússins, segist hafa séð flygildi í fyrsta skipti fyrir um tveimur vikum síðan, en á dögunum kom út bókin UFO101 eftir hann þar sem hann fjallar um geimverur, fljúgandi furðuhluti og sögu samskipta mannkyns við ójarðneskar verur.

Hann ræðir um málið í Fókus, viðtalsþætti DV. Textabrot úr þættinum má lesa hér að neðan en viðtalið í heild sinni má nálgast á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Gunnar segir að það sé ekki skrýtið að fólk sjái ekkert af fljúgandi furðuhlutum þar sem það er með nefið í símanum. „Þú verður að horfa til himins, slíta augun af skjánum í augnablik,“ segir hann og segist hafa séð flygildi í fyrsta skipti nokkrum dögum fyrir viðtalið í lokt október.

„Það var mjög mikill snjór og svakalega fallegt veður, töfrandi veður. Ég var að fara upp í rúm og var að draga niður gardínurnar í svefnherberginu mínu sem er í risi í gömlu bárujárnshúsi í Gerðunum. Ég er með útsýni yfir Esjuna frá einni átt úr svefnherberginu. Ég var bara að fara að draga niður síðustu gardínuna og þá sá ég að það voru norðurljós,“ segir hann.

Gunnar segir fólk reglulega senda honum myndir af fljúgandi furðuhlutum. „Þessi mynd var tekin á Reyðarfirði af einum ónafngreindum,“ segir hann.

Gunnar var að virða náttúrufegurðina fyrir sér þegar honum fannst hann sjá eitthvað yfir húsi rithöfundarins Þorgríms Þráinssonar, sem býr stutt frá honum.

„Akkúrat yfir húsinu hans Þorgríms, 100 metrum frá mér, þá birtist eitthvað, einhver hlutur sem var kannski metri á lengd.“

Hann segir hlutinn hafa þotið hratt framhjá eins og byssukúlu og að hann sé viss um að þetta hafi ekki verið dróni.

Hann ræðir þetta nánar í þættinum og svo margt annað um geimverur, brottnámstilfelli og flygildi, einnig íslensk tilfelli. Hlustaðu á þáttinn á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.

UFO101 er komin í búðir. Hægt er að kynna sér nánar efnistök hennar á vef Bókatíðinda. Gunnar er einnig duglegur að skrifa áhugaverða og skemmtilega pistla á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Freyja flytur sig um set

Freyja flytur sig um set
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar Dan lá andvaka og heyrði í rafmagninu – „Ég fékk skilaboð að handan“

Gunnar Dan lá andvaka og heyrði í rafmagninu – „Ég fékk skilaboð að handan“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þekktu Íslendingarnir sem eru næs – Og hinir sem eru það ekki

Þekktu Íslendingarnir sem eru næs – Og hinir sem eru það ekki
Fókus
Fyrir 4 dögum

Endurskapar málverk föður síns

Endurskapar málverk föður síns