fbpx
Þriðjudagur 07.október 2025
Fókus

Leikkonan brotnaði niður í dómsal – „Hann komst oft helvíti nálægt því að drepa mig“

Fókus
Þriðjudaginn 7. október 2025 16:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Denise Richards stendur í ljótum skilnaði. Hún hefur sakað eiginmann sinn, Aaron Phypers, um heimilisofbeldi og hefur farið fram á nálgunarbann gegn honum. Leikkonan gaf skýrslu fyrir dómi í vikunni þar sem hún sagði Phypers ítrekað hafa komist nærri því að ráða hana af dögum.

Hún lýsti því fyrir dómi að Phypers „hótaði oft að henda mér í gegnum glugga eða niður af svölum“ hótela. Leikkonan bætti svo við með tárin í augunum: „Hann komst oft helvíti nálægt því að drepa mig“.

Hjónin slitu samvistum í júlí en þá mun Richards hafa beðið hann um að yfirgefa heimili þeirra. Richards lýsir því að þetta hafi gerst eftir að maður hennar gerðist mjög reiður og ógnandi. Hafi hann meðal annars kallað hana öllum illum nöfnum og gripið fast um handleggi hennar. Hún var að jafna sig eftir andlitslyftingu og upplifði sig mjög berskjaldaða. Eiginmaður hennar yfirgaf svo heimilið en sneri aftur ásamt föður sínum morguninn eftir og hótaði henni að birta nektarmyndir af leikkonunni opinberlega og auk þess sló hann hana í eyrað. Hún ætlaði þá að hringja í lögreglu en maður hennar sagði þá: „Eitthvað mjög hættulegt mun koma fyrir þig. Þú átt eftir að hverfa.“

Það var svo í september sem Richards fékk tímabundið nálgunarbann gegn manni sínum eftir annað atvik. Hann hafði þá snúið til baka á heimilið til að sækja fartölvu. Leikkonan segir að þá hafi hann heimtað að fá að skoða síma hennar og brjálast þegar hún neitaði. Hann greip þá um hendur hennar og ýtti henni niður stiga. Því næst yfirgaf hann heimilið aftur og tók með sér fartölvu og veski leikkonunnar með öllum greiðslukortum hennar.

Richards taldi upp fleiri sambærileg ofbeldisatvik og ítrekaðar hótanir um líkamsmeiðingar.

Phypers neitar þó sök. Hann segir að leikkonan sé sú sem beitir ofbeldi, en ekki hann.

„Ég hef ekki beitt hana ofbeldi og mun aldrei gera.“

Richards hefur farið fram á að Phypers samþykki að gangast undir þó nokkur skilyrði, svo sem að setja sig ekki í samband við hana, að borga allan kostnað sem hefur orðið vegna ofbeldis hans, að hann fari á námskeið fyrir ofbeldismenn og eins að hann greiði henni makalífeyri. Phypers hefur hafnað öllum kröfum. Hann fer fram á að Richards greiði honum makalífeyri enda hafi hún komið í veg fyrir að hann gæti aflað sér tekna.

„Ég held að allt þetta heimilisofbeldisdæmi sé bara blekkingaleikur til að koma í veg fyrir að ég geti farið fram á makalífeyri,“ segir Phypers, en hann og Richards höfðu verið gift í sex ár. Phypers starfaði á árum áður sem leikari en sneri sér svo að viðskiptum. Í dag er hann þekktastur fyrir heilsuhæli sem hann rekur í Malibu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vissi hversu margar hitaeiningar voru á diskinum bara með því að horfa á hann

Vissi hversu margar hitaeiningar voru á diskinum bara með því að horfa á hann
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tímavélin: Þegar Íslendingum fannst sjálfsagt að henda rusli úr bílum beint á götuna

Tímavélin: Þegar Íslendingum fannst sjálfsagt að henda rusli úr bílum beint á götuna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Íþróttakonan Hekla Sif: Átröskunin tók yfir líf mitt

Íþróttakonan Hekla Sif: Átröskunin tók yfir líf mitt
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vandræðalega augnablikið þegar Keith Urban var spurður út í Nicole Kidman

Vandræðalega augnablikið þegar Keith Urban var spurður út í Nicole Kidman