

Pop-up markaður með ýmsum munum úr þrotabúi flugfélagsins Play hefst í hádeginu í dag í Hlégarði í Mosfellsbæ en aðallega er um að ræða einkennisbúninga og töskur. Mun markaðurinn einnig vera opinn á morgun, sunnudag.
Það er maður að nafni Alexander Kárason sem auglýsir markaðinn á Facebook en samkvæmt upplýsingum DV keypti hann umrædda muni úr þrotabúinu.
Í auglýsingu markaðarins á Facebook kemur fram að það sem verði til sölu sé eftirfarandi:
Flugstjóra jakkafatapakki: Jakki, buxur, belti, skyrta,sokkar á 25.000 krónur. Ef tekið sé Flugstjóra sett þá fáist jakkafatajakki á 5.000 krónur aukalega. Flugstjórahúfa með nælu fáist á 20.000 krónur með pakkanum.
Flugþjóna jakkaföt, (sem séu ekki merkt Play): Jakki, buxur, belti, sokkar og Play hliðartaska á 25.000 krónur.
Flugfreyju dragtir: Jakki, buxur, belti, bolur og Play hliðartaska á 25.000 krónur.
Flugfreyju kjóll: Kjóll, belti, sokkabuxur, Play hliðartaska 15.000 krónur.
Ef keypt séu jakkaföt eða dragt þá sé hægt að fá dúnúlpu, herra eða kvenna á 10.000 krónur.
Ullarfrakki (ekki merktur Play) á 20.000 krónur.
Dúnúlpur á 15.000 krónur.
Flugstjóra húfur með nælu séu seldar sér á 25.000 krónur en 20.000 með flugstjórasetti.
Play flugtaska kostar 25.000 krónur en 5.000 krónur af hverri sölu á ferðatöskum rennur til PÍETA samtakanna.
Stakir bolir, belti og hliðartöskur kosta 5.000 krónur og kasmír-peysur 5.000 það sama en 2.500 krónur með setti.
Loks segir í auglýsingunni að hægt sé að fá Nike-skó á 10.000 krónur. Sokkar og fleiri smàvörur séu inni í pökkunum meðan magn leyfi. Einnig segjast aðstanendur markaðarins vilja gefa fjölda pappapolla sem merktir séu Play til íþróttafélaga eða annarra félagasamtaka.
Hafa ber í huga að uppgefin verð eru án virðisaukaskatts.