fbpx
Laugardagur 25.október 2025
Fókus

Play pop-up markaður í Mosfellsbæ í dag

Fókus
Laugardaginn 25. október 2025 11:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pop-up markaður með ýmsum munum úr þrotabúi flugfélagsins Play hefst í hádeginu í dag í Hlégarði í Mosfellsbæ en aðallega er um að ræða einkennisbúninga og töskur. Mun markaðurinn einnig vera opinn á morgun, sunnudag.

Það er maður að nafni Alexander Kárason sem auglýsir markaðinn á Facebook en samkvæmt upplýsingum DV keypti hann umrædda muni úr þrotabúinu.

Í auglýsingu markaðarins á Facebook kemur fram að það sem verði til sölu sé eftirfarandi:

Flugstjóra jakkafatapakki: Jakki, buxur, belti, skyrta,sokkar á 25.000 krónur. Ef tekið sé Flugstjóra sett þá fáist jakkafatajakki á 5.000 krónur aukalega. Flugstjórahúfa með nælu fáist á 20.000 krónur með pakkanum.

Flugþjóna jakkaföt, (sem séu ekki merkt Play): Jakki, buxur, belti, sokkar og Play hliðartaska á 25.000 krónur.

Flugfreyju dragtir: Jakki, buxur, belti, bolur og Play hliðartaska á 25.000 krónur.

Flugfreyju kjóll: Kjóll, belti, sokkabuxur, Play hliðartaska 15.000 krónur.

Ef keypt séu jakkaföt eða dragt þá sé hægt að fá dúnúlpu, herra eða kvenna á 10.000 krónur.

Ullarfrakki (ekki merktur Play) á 20.000 krónur.

Dúnúlpur á 15.000 krónur.

Flugstjóra húfur með nælu séu seldar sér á 25.000 krónur en 20.000 með flugstjórasetti.

Play flugtaska kostar 25.000 krónur en 5.000 krónur af hverri sölu á ferðatöskum rennur til PÍETA samtakanna.

Stakir bolir, belti og hliðartöskur kosta 5.000 krónur og kasmír-peysur 5.000 það sama en 2.500 krónur með setti.

Loks segir í auglýsingunni að hægt sé að fá Nike-skó á 10.000 krónur. Sokkar og fleiri smàvörur séu inni í pökkunum meðan magn leyfi. Einnig segjast aðstanendur markaðarins vilja gefa fjölda pappapolla sem merktir séu Play til íþróttafélaga eða annarra félagasamtaka.

Hafa ber í huga að uppgefin verð eru án virðisaukaskatts.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Ásu Steinars kominn með nafn – „Þetta fór ekki eins og við höfðum planað“

Sonur Ásu Steinars kominn með nafn – „Þetta fór ekki eins og við höfðum planað“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lífið snerist á hvolf þegar hún hryggbrotnaði – „Mér var sagt að englar hefðu vakað yfir mér og ég trúi því“

Lífið snerist á hvolf þegar hún hryggbrotnaði – „Mér var sagt að englar hefðu vakað yfir mér og ég trúi því“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sakaði karlmann um að vera „krípí“ í ræktinni en fólk segir hana vera vandamálið

Sakaði karlmann um að vera „krípí“ í ræktinni en fólk segir hana vera vandamálið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bíómynd og sjónvarpsþættir byggðir á borðspilinu Catan í vinnslu hjá Netflix

Bíómynd og sjónvarpsþættir byggðir á borðspilinu Catan í vinnslu hjá Netflix
Fókus
Fyrir 4 dögum

Harðlega gagnrýnd fyrir taktlausa færslu til eiginmannsins

Harðlega gagnrýnd fyrir taktlausa færslu til eiginmannsins
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ertu alltaf að afsaka þig?“ – Hættu því og gerðu þetta frekar

„Ertu alltaf að afsaka þig?“ – Hættu því og gerðu þetta frekar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Birgitta Líf eyddi afmælisdeginum í Stóra eplinu

Birgitta Líf eyddi afmælisdeginum í Stóra eplinu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fór á rúntinn þrátt fyrir beiðni móður sinnar – „Ég rankaði við mér og grátbað um að foreldrar mínir yrðu ekki látnir vita“

Fór á rúntinn þrátt fyrir beiðni móður sinnar – „Ég rankaði við mér og grátbað um að foreldrar mínir yrðu ekki látnir vita“