

Baráttukonan og rithöfundurinn Þórdís Elva Þorvaldsdóttir og kærasta hennar, kanadíska poppstjarnan og rithöfundurinn Jann Arden, fagna sex mánuðum saman.
„Í dag eru sex mánuðir síðan ég hélt þessa vinnustofu þar sem ég hitti þessa töfrandi mannveru,“ skrifaði Þórdís Elva á Instagram.
Þórdís fékk blóm í tilefni dagsins og fallegt bréf. „Bestu sex mánuðir ævi minnar. Þú ert alheimurinn minn. Ég elska þig,“ skrifaði Jann til Þórdísar.


Parið opinberaði samband sitt í byrjun júlí. Talsverður aldursmunur er á þeim, Þórdís Elva er 45 ára og Jann er 63 ára.
View this post on Instagram