fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
Fókus

Afmælisdagur Maríu byrjaði með óvæntum hætti – „Þetta sumar hefur kennt mér að jafnvel í storminum getum við börnin dafnað“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 15. október 2025 18:00

María Gomez lét hjartað ráða för og flutti aftur til Spánar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

María Gomez, matargyðja og bloggari, fagnaði 47 ára afmæli þann 11. október síðastliðinn. Í færslu þar sem María þakkar fyrir fallegar afmæliskveðjur segir hún afmælisdaginn ekki hafa verið hefðbundinn.

„Afmælisdagurinn fór í að sópa upp vatni eftir smá flóð, sem var satt best að segja viðeigandi, stundum þarf maður að hreinsa út grugguga vatnið til að sjá skýrt aftur,“

segir María. Ársbyrjun 2024 flutti hún ásamt fjölskyldu sinni til smáþorpsins Lugros í Andalúsíu á Spáni, en María er spænsk í föðurætt. Sumarið 2023 fór fjölskyldan í þriggja vikna sumarfrí til þorpsins. Sú ferð hafði mikil áhrif á Maríu sem sá þá að hús látinnar frænku sinnar, Gloríu, sem hana hafði lengi langað að kaupa, var nú komið á sölu og varð úr að hún festi kaup á húsinu. Þar ætlar hún að láta gamlan draum rætast og koma á fót ferðaþjónustu í spænska fjallaþorpinu sem hefur átt hug hennar og hjarta í mörg ár.

Sjá einnig: María hlustaði á hjartað og flutti í þorp fjölskyldunnar á Spáni – „Maður þarf að þora að taka áhættu“

María er persónuleg í færslu sinni og tekur fram að þó dagurinn hafi ekki allur farið með þá hafi hann endað vel. Rifjar hún upp að á einum afmælisdegi hafi hún gert stærstu mistök sín.

„Á afmælisdeginum mínum fyrir einhverjum árum gerði ég stærstu mistök lífs míns, mistök sem hafa kennt mér í dag hvað raunverulegt frelsi og ást merkja, og hversu mikilvægt það er að standa með sjálfum sér. Ég vona að fyrr en síðar endurheimti ég daginn minn aftur og skrifi nýja sögu tengda honum. Þegar það augnablik rennur upp ætla ég að halda stóra veislu, fyrir lífið sjálft, börnin mín, sjálfa mig og frelsinu sem enginn getur tekið frá okkur.

Halda áfram að fagna lífinu í gleði og hlátri, með öllum mínum göllum og vanköntum, þar sem allir mega vera þeir sem þeir eru. Það fallega við lífið er nefnilega þegar fólk fær að vera það sjálft, með sínar skoðanir, tilfinningar og drauma.

Afmælisdagurinn í ár endaði samt á besta hátt, þrátt fyrir flóðið og áminningu um mistökin stóru, sem hangir því miður enn yfir afmælisdeginum eins og stór, feitur, ljótur skuggi sem neitar að fara! Líkt og óboðinn gestur sem treður sér óvelkominn inn.“

Afmælisdagsins í ár lauk að sögn Maríu með pizzu, gotteríi og frábæru fólki sem kann að hlæja af hjartans lyst og segja það sem það meinar.

„Með börnunum mínum öllum, sem ég er svo lánsöm að fá að sjá vaxa og dafna og finna ró í hjarta sínu, það er líklega besta afmælisgjöfin sem hægt er að fá. 

Flutningur stelpnanna minna, Gabrielu og Ariönu, hingað til Spánar var ekki síður falleg viðbót við daginn. Nú erum ég og öll börnin loks sameinuð á ný, stór og smá.“

María hefur verið dugleg að deila með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum og á bloggi hennar, paz.is, hvað hún er að gera. En hún segir að lítið hafi heyrst frá henni í sumar, það hafi verið erfitt og yndislegt tímabil, þannig að hún birtir nokkrar myndir frá sumrinu.

„Sem var í senn þreytandi, fallegt, erfitt , skemmtilegt, lærdómsríkt og læknandi. Fullt af gestum, hlátri og augnablikum sem minna mann á hvað skiptir raunverulega máli.

Þetta sumar hefur kennt mér að jafnvel í storminum getum við börnin dafnað. Hvað er fallegra en að sjá börnin sín þroskast, blómstra og verða sterkari. Þrátt fyrir allt sem þau ganga í gegnum ? í því felst raunveruleg fegurð. Við krakkarnir fengum lífið okkar og hvort annað aftur. Ekki fullkomið, en okkar eigið, og það er besta afmælisgjöfin sem ég gat óskað mér.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mounjaro hefur haft hræðileg áhrif á mig sem mér hefði aldrei dottið í hug – Ég get ekki sagt neinum frá því“

„Mounjaro hefur haft hræðileg áhrif á mig sem mér hefði aldrei dottið í hug – Ég get ekki sagt neinum frá því“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dauði Diane Keaton kom nánum vinum hennar algerlega í opna skjöldu

Dauði Diane Keaton kom nánum vinum hennar algerlega í opna skjöldu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var hótað eftir að hafa birt myndband á TikTok

Var hótað eftir að hafa birt myndband á TikTok
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fann frelsi undan Tourette á óvæntum vettvangi

Fann frelsi undan Tourette á óvæntum vettvangi