fbpx
Þriðjudagur 07.október 2025
Fókus

FKA konur áttu góðan dag með rektor HÍ

Fókus
Þriðjudaginn 7. október 2025 08:58

Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir, formaður FKA, framkvæmdastjóri, hundaræktandi og eigandi Gæludýr.is og Home&you með Silju Báru R. Ómarsdóttur rektor Háskóla Íslands. Mynd: FKA.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnir deilda og nefnda FKA vörðu tíma með Silju Báru R. Ómarsdóttur rektor Háskóla Íslands í Loftskeytastöðinni fimmtudaginn 2. október síðastliðinn.

„Við vörðum tíma með Silju Báru sem er nýr rektor Háskóla Íslands og það var bæði gefandi og gaman,“ segir Andrea Róbertsdóttir framkvæmdastjóri FKA. „Það er svo mikilvægt að konur sem vinna fyrir félagið og standa í stafni safni sér saman og fái smá dekur. Mjög mikilvægt að þær sjái framan í hvora aðra og nái að tengjast og kynnast betur.“

Einstakt tækifæri til að ræða við rektor og leikkonan Edda Björg með stutta leiðsögn

Silja Bára rektor ávarpaði hóp stjórnakvenna deilda og nefnda félagsins og gafst konum tækifæri til að spyrja rektor spurninga. Einstakt tækifæri til að ræða við rektor um embættið, áskoranir og tækifæri í takt við nýja tíma. 

„Ekki vantaði umræðuefni er kemur að líðandi stundu og áskorunum samtímans: gervigreind, líðan fólks, hraði, vægi menntunar, falsfréttir, heimsmálin, lýðræði, virði starfa og jafnréttismál í víðasta skilningi orðsins,“ segir Andrea. „FKA hefur unnið vel með HÍ og kemst ég ekki hjá því að nefna frumkvöðlahraðal fyrir konur undir merkjum AWE eða Academy for Woman Entrepreneurs sem HÍ og bandaríska sendiráðið á Íslandi hafa tekið höndum saman um síðustu ár. Félag kvenna í atvinnulífinu, FKA og Samtök kvenna af erlendum uppruna koma þar að og verður spennandi að telja í næsta hraðal,“ segir Andrea.

Bryndís Reynisdóttir verkefnastjóri Jafnvægisvogar FKA, sem jafnframt er verkefnastjóri MBA í HÍ, fór stuttlega yfir ánægjulegt samstarf sem hreyfiaflsverkefnið Jafnvægisvogin hefur átt við HÍ. Þess má geta að stórglæsileg Viðurkenningarathöfn Jafnvægisvogarinnar verður haldin í Hátíðarsal HÍ þann 9. október næstkomandi.

Þá bauð stórleikkonan Edda Björg Eyjólfsdóttir upp á leiðsögn um sýninguna og naut hópurinn samverunnar saman.

Edda Björg Eyjólfsdóttir bauð upp á skemmtilega og fræðandi leiðsögn um sýninguna. Mynd: FKA.
Frá vinstri: Friðrika Þ. Harðardóttir, sviðsstjóri alþjóðasviðs, Ingibjörg Ólafsdóttir deildarstjóri Framkvæmda- og tæknisvið, Silja Bára R. Ómarsdóttir rektor Háskóla Íslands, Bryndís Jóhannsdóttir ritstjóri, markaðs- og samskiptasvið, Sæunn Stefánsdóttir sviðsstjóri Þróunarsviðs og Ragna Benedikta Garðarsdóttir aðstoðarrektor menntunar og starfsumhverfis HÍ.
Mynd: FKA.

Sýning um ævi og áhrif Vigdísar Finnbogadóttur

Sýningin Ljáðu mér vængi fjallar um Vigdísi Finnbogadóttur og er í Loftskeytastöðinni, Brynjólfsgötu 5. Sýningin er opin almenningi og þar gefst gestum færi á að kynnast ævi, áhrifum og störfum Vigdísar Finnbogadóttur. Fékk hópurinn sem fyrr segir skemmtilega og fræðandi leiðsögn um sýninguna.

„Fjölbreyttum og skemmtilegum aðferðum er beitt við að miðla merkilegri ævi og hugðarefnum Vigdísar Finnbogadóttur á sýningunni Ljáðu mér vængi í Loftskeytastöðinni,“ segir á heimasíðunni.

Hanna Guðfinna Benediktsdóttir úr viðskiptanefnd og Helga Björg Steinþórsdóttir úr sjálfbærnihópi FKA.
Mynd: FKA.
Guðlaug Hrönn Jóhannsdóttir varaformaður FKA, eigandi hugbúnaðarfyrirtækisins GET Ráðgjöf ehf. og Fjóla G. Friðriksdóttir, formaður AtvinnurekendaAuðs FKA, stofnandi og eigandi SPA of Iceland.
Mynd: FKA.
Bryndís Reynisdóttir verkefnastjóri Jafnvægisvogar FKA ávarpaði hópinn. Mynd: FKA.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Í sundur eftir 27 ára hjónaband og hneyksli sem endaði með fangelsisvist

Í sundur eftir 27 ára hjónaband og hneyksli sem endaði með fangelsisvist
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hápunktur sjálfsdýrkunar“ – Tilætlunarsamur áhrifavaldur fékk að heyra það

„Hápunktur sjálfsdýrkunar“ – Tilætlunarsamur áhrifavaldur fékk að heyra það
Fókus
Fyrir 5 dögum

Guðrún: „Læknarnir voru búnir að greina mig með ímyndunarveiki“

Guðrún: „Læknarnir voru búnir að greina mig með ímyndunarveiki“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta á sér ekki bara stað í ástarsamböndum – Yfirmaður þinn getur gerst sekur um þetta

Þetta á sér ekki bara stað í ástarsamböndum – Yfirmaður þinn getur gerst sekur um þetta