fbpx
Mánudagur 06.október 2025
Fókus

Þórunn selur á Álagrandanum

Fókus
Mánudaginn 6. október 2025 14:25

Þórunn Elísabet Bogadóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórunn Elísabet Bogadóttir önnur af tveimur stjórnendum Morgunvaktarinnar á Rás 1 og maður hennar Jón Benediktsson verkfræðingur  hafa sett íbúð sína við Álagranda í vesturbæ Reykjavíkur á sölu.

Þórunn og Jón eiga bæði mjög þekkta feður en það eru Bogi Ágústsson fréttamaður og fyrrum fréttaþulur á RÚV og Benedikt Jóhannesson fyrrverandi fjármálaráðherra.

Þórunn skrifar á samfélagsmiðla:

„Álagrandinn okkar er kominn á sölu og það er opið hús á morgun. Hér er gott að búa, frábærir nágrannar og rólegt hverfi á besta stað.“

Íbúðin er fjögurra herbergja, 111 fermetrar og er í fjölbýlishúsi sem byggt var árið 1991. Fasteignamat hennar er 85,9 milljónir króna en ásett verð er 102,5 milljónir.

Í auglýsingu er íbúðinni lýst þannig að í forstofu er parket á gólfi og stór fataskápur. Setustofa er sögð mjög rúmgóð og björt með parket á gólfi og þaðan er útgengt á stórar svalir sem snúa í suðvestur. Í eldhúsi er hvít innrétting, flísar á veggjum, parket á gólfi, quartz steinn á borðum, borðkrókur og gluggar á tveimur hliðum og nýleg AEG eldhústæki. Svefnhergin þrjú eru öll sögð rúmgóð og tvö þeirra eru með fataskáp.
Baðherbergi var endurnýjað fyrir fáeinum árum og á því eru flísar á veggjum og gólfi, hvít innrétting undir vaski, baðkar með flísalagðri hlið og gluggi.

Þvottahús sem einnig getur nýst sem geymsla er innan íbúðar þar er tengi fyrir vélar, innrétting, skolvaskur og gluggi og á vinstri hönd er geymslueining með skápum og hillum.

Segir enn fremur að á árunum 2021-22 hafi verið farið í allsherjar framkvæmd á öllu húsinu í kjölfar úttektar. Ráðist hafi verið í múrviðgerðir og húsið verið málað að utanverðu. Sömuleiðis hafi þakjárn og þakpappi hússins verið endurnýjað.

Ljóst er að um mjög eftirsótta staðsetningu er að ræða en stutt er í skóla, leikskóla og íþróttasvæði KR. Verslanir og öll helsta þjónusta er í nágrenninu og húsið er í göngufæri við miðborgina og Grandann.

Opið hús verður á morgun frá 16:45-17:30 en áhugasöm geta kynnt sér eignina nánar hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Í sundur eftir 27 ára hjónaband og hneyksli sem endaði með fangelsisvist

Í sundur eftir 27 ára hjónaband og hneyksli sem endaði með fangelsisvist
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hápunktur sjálfsdýrkunar“ – Tilætlunarsamur áhrifavaldur fékk að heyra það

„Hápunktur sjálfsdýrkunar“ – Tilætlunarsamur áhrifavaldur fékk að heyra það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vandræðalega augnablikið þegar Keith Urban var spurður út í Nicole Kidman

Vandræðalega augnablikið þegar Keith Urban var spurður út í Nicole Kidman
Fókus
Fyrir 4 dögum

Það sem þú vissir ekki um Ozempic-píkuna – Vandamálin ekki bara útlitsleg

Það sem þú vissir ekki um Ozempic-píkuna – Vandamálin ekki bara útlitsleg
Fókus
Fyrir 6 dögum

Leikarinn góðkunni óþekkjanlegur eftir áfallið – „Ég hafði verið í nuddi og tók ekki eftir neinu“

Leikarinn góðkunni óþekkjanlegur eftir áfallið – „Ég hafði verið í nuddi og tók ekki eftir neinu“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Árni og Guðrún um OnlyFans og myndina af þeim sem er í dreifingu: „Það er munur á klámi og því sem við erum að gera“

Árni og Guðrún um OnlyFans og myndina af þeim sem er í dreifingu: „Það er munur á klámi og því sem við erum að gera“