fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fókus

Lagði í bílastæðakjallara í Reykjavík yfir nótt og fékk áfall þegar hún sá hvað kostaði – „Þetta er ekki gjald, þetta er rán“

Fókus
Mánudaginn 27. janúar 2025 09:04

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur verið dýrt að leggja bílnum í miðbæ Reykjavíkur. Verðið fer líka eftir því hvar þú leggur, en það getur skipt miklu máli eins og ein kona komst að. Hún birti færslu í Facebook-hópnum Vertu á verði – eftirlit með verðlagi.

„Greiddi í dag rúmar 9000 krónur fyrir að leggja bílnum mínum á Hafnartorgi yfir nótt,“ sagði hún og birti með tjákn (e. emoji) sem gaf til kynna að hún væri í léttu áfalli vegna kostnaðarins.

Viðbrögðin létu ekki á sér standa og virtust meðlimir hópsins vera sammála því að það sé orðið allt of dýrt að leggja í miðborginni.

„Það er eiginlega ekki hægt að fara í miðbæ Reykjavíkur lengur,“ sagði einn netverji.

„Algjör sturlun eins og með svo margt annað sem þjóðin hefur látið viðgangast í boði nýfrjálshyggjunnar. Við áttum aldrei að gefa þumlung eftir hvað ókláruðu nýju stjórnarskránna varðar,“ sagði annar.

„Þetta er ekki gjald, þetta er rán,“ sagði einn meðlimur hópsins.

Annar benti á að bílastæðin í Hafnartorgi væru dýrari en önnur bílastæði í miðbænum. „Stæðin á Hafnartorgi og Hörpu eru margfalt dýrari en önnur stæði í miðbænum. Önnur bílastæðahús kosta ekki mikið,“ sagði hann.

Nokkrir meðlimir sögðust vera hættir að fara vestur fyrir Kringlumýrarbraut. Einn sagðist hafa alveg hætt því eftir að Bæjarins Bestu fóru að fást fyrir utan byggingavöruverslanir.

Gjaldið í bílastæðahúsinu við Hafnartorg

Tímagjald frá klukkan 08:00 til 22:00 er 660 krónur og frá 22:00 til 08:00 er 340 krónur.

Svo til að borga níu þúsund krónur fyrir stæðið þá hefur bíllinn verið yfir nóttina og síðan um átta klukkutíma á dagsgjaldinu (660 krónur).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýr kærasti Jennifer Aniston – Heillandi gúru með litríka fortíð

Nýr kærasti Jennifer Aniston – Heillandi gúru með litríka fortíð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðni Th. mælir með Þorskasögu

Guðni Th. mælir með Þorskasögu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sambandsráðgjafi: Fjögur merki um að sambandið sé dauðadæmt

Sambandsráðgjafi: Fjögur merki um að sambandið sé dauðadæmt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Getur frjókornaofnæmi haft áhrif á leggöng kvenna

Getur frjókornaofnæmi haft áhrif á leggöng kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kynlífsráðgjafi með 45 ára reynslu: Þetta er helsta ástæða framhjáhalds

Kynlífsráðgjafi með 45 ára reynslu: Þetta er helsta ástæða framhjáhalds
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tónlistarhátíð aflýst þegar tilkynnt var um komu Kanye West

Tónlistarhátíð aflýst þegar tilkynnt var um komu Kanye West