fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fókus

Gerard Butler ofkældist við tökur á Íslandi

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 15. janúar 2025 17:30

Butler ofkældist eftir heilan dag af tökum í íslenska sjónum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skoski stórleikarinn Gerard Butler greindi frá því nýlega að hann hefði fengið ofkælingu við tökur á Íslandi. Butler hefur verið reglulegur gestur á Íslandi, bæði sem leikari og ferðamaður. Má segja að hann sé sannkallaður Íslandsvinur.

Butler var í viðtali við PEOPLE í tilefni af nýrri kvikmynd, Den of Thieves 2: Pantera. Í viðtalinu greindi hann frá ýmsum meiðslum sem hann, og mótleikarar hans, hafa lent í á ferlinum.

Verst gengu tökurnar á kvikmyndinni 300, sem gerð var eftir samnefndri teiknimyndasögu og fjallar um Spartverjana 300 og orrustuna um Laugaskarð.

„Ég man að á hverjum einasta degi var verið að keyra einhvern á spítala,“ sagði Butler. „Maður var að taka upp bardaga og leit til hliðar og þá var einhver búinn að fá spjót í augað. Svo leistu í aðra átt og þá var einhver búinn að brjóta á sér ökklann. Þetta var klikkun.“

Butler sagðist sjálfur hafa næstum því drukknað við tökur á myndinni Chasing Mavericks árið 2012.

„Ég hélt að þetta væri búið. Þeir þurftu að fara með mig á spítalann og gefa mér hjartastuð. Þetta var svakalegt,“ sagði hann.

Sjá einnig:

Gerard Butler í karaókíi á Sæta svíninu

Þá nefndi Butler einnig að hann hefði fengið hitaslag við tökur í Montreal í Kanada og hefði ofkælst í sjónum við tökur á Íslandi.

„Ég var heilan dag að taka í íslenska sjónum. Ég fékk beinlínis ofkælingu þar,“ sagði hann.

Ekki kemur fram hvaða kvikmynd var verið að taka upp þegar Butler ofkældist. En hann hefur meðal annars verið hér við tökur á kvikmyndunum Beowulf & Grendel og Greenland: Migration. Þá hefur Butler sést margsinnis á skemmtanalífinu í Reykjavík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – „Spurningin sem ég fæ oftast sem Íslendingur“

Vikan á Instagram – „Spurningin sem ég fæ oftast sem Íslendingur“
Fókus
Í gær

Ragnhildur segir að þetta sé ekki eina leiðin til að borða hollt – Prófaðu þessa nýju nálgun í staðinn

Ragnhildur segir að þetta sé ekki eina leiðin til að borða hollt – Prófaðu þessa nýju nálgun í staðinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heiðrar látna móður sína með flúri

Heiðrar látna móður sína með flúri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur