fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Fókus

Óboðinn gestur á tónleikum Jennifer Lopez – Svona brást hún við

Fókus
Þriðjudaginn 12. ágúst 2025 10:30

Jennifer Lopez

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Jennifer Lopez lauk sumartónleikaferð sinni Up All Night um helgina og má segja að óboðinn gestur hafi gert þá ógleymanlega öllum sem á horfðu.

Á tónleikum sínum í Almaty í Kasakstan á sunnudag steig Lopez á svið í svörtum kjól með halterneck-mynstri og söng ballöðu. Á meðan á söngnum stóð skreið risavaxin krybba hægt upp bringu hennar og síðan á háls Lopez.
Söngkonan missti ekki úr takt þegar hún greip skordýrið og kastaði því af sér, með handlegginn útréttan eins og það væri hluti af dansi. Síðan brosti hún breitt og kláraði lagið.

„Það kitlaði mig,“ sagði hún brosandi.

Lopez birti myndband af atvikinu á Instagram og skrifaði með glettni: „Söguþráðurinn: @JLo byrjaði rétt í þessu að æfa fyrir Kiss of the Cricket Woman… á sviðinu… í rauntíma. 😂💋🦗.“

Aðdáendur hrósuðu söngkonunni fyrir að halda ró sinni og stöðva ekki tónleikana.

„Algjör fagmennska í sinni tærustu mynd,“ sagði einn.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by On The JLo (@onthejlo)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Britney Spears birtir óræð skilaboð eftir að fyrrverandi opnaði sig um ógnvekjandi hegðun

Britney Spears birtir óræð skilaboð eftir að fyrrverandi opnaði sig um ógnvekjandi hegðun
Fókus
Fyrir 3 dögum

KÍTÓN tónleikar í Iðnó

KÍTÓN tónleikar í Iðnó
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kylie Jenner harðlega gagnrýnd – „Ógeðslega ógeðslegt“

Kylie Jenner harðlega gagnrýnd – „Ógeðslega ógeðslegt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Byrjar þú daginn á því að stíga á vigtina – Þá þarftu að heyra þetta

Byrjar þú daginn á því að stíga á vigtina – Þá þarftu að heyra þetta
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hafnaði föstu hlutverki í Saturday Night Live – Þetta er ástæðan

Hafnaði föstu hlutverki í Saturday Night Live – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 4 dögum

Náði botninum í raunveruleikaþætti – Nær óþekkjanlegur sem vöðvatröll

Náði botninum í raunveruleikaþætti – Nær óþekkjanlegur sem vöðvatröll